Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 21
117 þeim mikla söknuði, sem þeir nú hafa þodað, því fremur, sem þeir samtímis hafa þolað ýmsa aðra reynslu. Fyrir trúna sjá þeir “ljósið, sém skín skært að skýjabaki’”,— ljós huggunarinn- ar í Jesú Kristi, frelsara vorum, sem tekið hefir að 'sér dreng- inn þeirra, og börnin hin, sem þeir hafa áður kvatt hér. Blessuð sé minning hins Mtna, góða drengs, og náð Drott- ins styrki og huggi syrgjandi ástvini hans. H. S. -------0------- i. ■ --- —7 KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Þessa deild annast séra K. K. Ölafsson. Nýlátinn er dr. Theodore E. Scihmauk, er um langt skeið (frá 1903—’18) var forseti General Council kirkjufélagsins. Hann var isextugur, er hann lézt. Var hann einn af atkvæða- mestu mönnum lútersku kirkjunnar hér í Ameríku. Lengst af var hann prestur í Lebanon, Pennsylvania. Hann var mikil- virkur rithöfundur um guðfræðileg efni, og liggja eftir hann stór og vönduð rit, sem í hávegum eru höfð í lútersku kirkj- unni. Hann vann af alefli að sameining kirkjufélaganna þriggja, General Council, General Synod og United Synod South, isem komst á seint á árinu 1918, og bjuggust margir við, að hann yrði kosinn forseti hins nýja kirkjufélags (United Lutheran Church), sem myndaðist við samsteypuna. Ekki varð af því, en dr. Knubel, sem kosinn var, sagði, að dr. Schmauk hefði öllum öðrum fremur átt að hlotnast sá heiður. Dr. Schmauk var talinn einn hinn skörulegasti fundarstjóri í öllu landinu, og mátti mannval mikið vera isaman komið, ef hann ekki bar af öllum hópnum. Hann kunni ekki að hlífa sér, og er álitið, að hann hafi hnigið í valinn svo isnemma fyrir það, að hann hafi ofreynt sig með starfi. — Dr. Sdhmauk var vinur kirkjufélags vors, hafði ætlað sér að heimsækja oss á júbíl- þinginu 1910, gat samt ekki komið sakir veikinda, en sendi pen- inga-gjöf í “Júbíl-sjóðinn.” pann 18. og 19. marz síðastl. komu saman um 150 manns á fundi í Chicago, erindrekar frá flestum lúterskum kirkjufé- lögum í Ameríku, til að ráðgast um frekara starf til hjálpar nauðlíðandi trúbræðrum í Norðurálfunni, og ákveðið var, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.