Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 22
118 istofna til almsnnrar fjársöfnunar í þessu augnamiði frá 9. til 16. maí næstk, og safna fé að upphæð 1,800,000 doll. St. Olaf College í Northfield, Minn., sem tilheyrir norsk- lútersku kirkjunni í Ameríku, hefir getið sér góðan orðstír meðál annars framúrskarandi rækt við sönglist. Prof. F. Melius-Christiansen er lífið og sálin í þessari rækt við söng- listina, og hefir hann á undanförnum árum æft söngflokka við skólann, -sem táldir hafa verið með því bezta í sinni röð. Árið 1914 fór hann með söngflokk sinn til Noregs, og fékk þar hina lofsamlegustu viðurkenningu þeirra, er færastir voru um að dæma, auk þesis að vinna mikið alþýðuhylli. Nú ferðast söng- flokkur skólans um austurhluta Bandaríkjaanna, og eykst hróður hans mjög. Sem almenn kristileg mentastofnun er St. Olaf College líka í fyrstu röð. prenningarsöfuðurinn lúterski í Davenport, Iowa, hefir á síðustu 50 árum lagt kirkjunni til 30 presta, sem uppalist hafa í söfnuðinum. Prestaskortur er sagður að vera mikill um þessar mundir x Svíþjóð. Séra S. J. Ylvesaker, prestur norska safnaðarins í Fergus Falls, Minn., sem misti kirkju sína í felliibylnum, er eyðilagði stóran part af þeim bæ síðastliðið sumar, safnaði nýlega $75,000 á hálfum degi til að endurreisa 'kirkjuna. í Alsaee-Lorraine, sem nú er á ný sameinað Frakklandi, var það lagt undir úrskurð almennings, hvort halda ætti uppi kistindómskenslu í alþýðuskólunum eða ekki. Meiri hluti var með því, að halda áfram kristindómskenslunni. Talið er, að í Bandaríkjunum hafi á liðnu ári verið til- búnir 40 biljón vindlingar (cigarettes). Er það nóg til þess, að hvert mannsbarn í landinu geti reykt einn vindling á dag alt árið. í ríkinu Massachusetts eru tugthúsin óðum að tæmast, síðan vínbann komst á. Sömu fregnir berast víðar að. En á íslandi eru góðir menn að berjast fyrir því, að fá vínbannið afnumið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.