Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 25
121
til neins að reyna að blekkja hann, svo að hann vann jþess eið,
að segja ihonum satt frá öllu. Hann sagði honum greinilega
frá því, hvernig hann hefði verið gjörður að konungi. “Og
nú,” sagði hann, “er árið bráðum á enda, og þú verður sviftur
konungdómi. pér verður gefið svefnmeðal, og á meðan þú
sefur, verður þú færður úr skrautklæðum þínum og í ræflana,
sem þú varst í, þegar þú varst beiningamaður; og það verður
farið með þig aftur á nákvæmlega sama staðinn, þar sem þú
varst svæfður fyrir ári síðan. pú getur gengið úr 'skugga um
að þetta, sem eg segi þér, er satt, með því að ganga um her-
bergin í höllinni og leita að tötrunum þínum gömlu; þau eru
vandlega geymd í herbergi, sem þú átt ekki aðgang að. pú
hefir lyklana að öllum hinum herbergjunum; en þetta her-
bergi veit enginn um nema eg einn og eg geymi’ lykilinn að
því.”
Ráðgjafinn fór isvo með konunginn inn í leyniherbergið;
og þegar konungurinn sá gömlu fötin sín, rifin og ræflaleg,
kannaðist hann undir eins við þau og sannfærðist um, að það
var enginn draumur, að hann hafði veri beiningamaður.
Konungurinn sagði ekkert; en hann ásetti sér að nota þann
tíma, sem hann átti eftir að vera konungur, sér í hag. Hann
launaði ráðgjafanum með því að gefa honum mikið af löndum
og lausafé. Svo keypti hann handa sjálfum sér miklar land-
areignir í landinu, sem hann hafði áður átt heima í, og sendi
iþangað mikið af peningum og dýrgripum. Hann keypti sér
marga þræla og skipaði þeim að bíða sín á staðnum, þar sem
hann hafði verið tekinn árið áður. pannig bjó hann í haginn
fyrir sig og sá um, að hann þyrfti aldrei að skorta neitt framar.
pegar árið var liðið, er honum gefið svefnmeðalið og hann
svo sofandi færður úr konungsskrúðanum og í gömlu ræflana
sína og skilinn eftir þar sem hann hafði verið tekinn árið áður.
pegar hann vaknaíji, voru alt í kring um hann þjónar, sem
höfðu undirbúið alt, eins og hann hafði fyrirskipað. peir fóru
með hann heim í höllina hans, sem hann hafði látið byggja á
meðan hann var konungur, og þar lifði hann það sem eftir var
æfinnar góðu lífi af þeim auðæfum, sem hann hafði látið flytja
þangað. —
0