Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 6
102
lenzku, og livarvetna var hann mikils metinn. Prófastur
er prúðmenni og- sann-mentaður maður, og varð hann öll-
um kær, er konum kvntust.
Trúfræðilega skipar séra Kjartan Helgason bekk
með ný-guðfræðingum, fremur en hinum eldri. Hann er
áhugasamur mjög um málefni kristindómsins og einlæg-
ur trúmaður, “sannur ísraelíti, sem engin svik búa í”,
eins og Kristur sagði um Natanael.
Séra Kjartan hefir samhygð með rannsóknum dul-
arfullra andlegra fyrirbrigða. Þó ekki só hann “anda-
trúar”, segir hann, að því tjái ekki að neita, að fyrir-
brigðin eigi sér stað, og engin sennilegri útskýring hafi
enn fengist en sú, að þau sé af völdum anda framliðinna
manna. Vill hann auðvitað eftirskilja það sálarfræði-
legum vísindum, að komast fyrir sannleikann í þessum
efnum.
í mannfélagsmálum fylgir séra Ivjartan þeirri stefnu
samtíðarinnar, sem jafna vill kjör mannanna. Hann
liarmar þó öfgar og æsingar þeirrar stefnu. En eins og
aðrir vitrir menn og mentaðir, sem ekki eru tjóður-
bundnir, skilst honum, að aldrei verði friður í þessum
heimi fyr en jafnað verður úr misliæðum mannlífsins.
Séra Kjartans Helgasonar verður lengi minst hér í
vesturbygðum.
“Heimur versnandi fer.”
Merkur maður, sem dvaldi um tíma í Lundúnum á
Englandi og fór á lielgum í flestar helztu kirkjurnar þar
í borginni, segist ekki liafa heyrt þar svo mikið sem eina
stólræðu, er verið hafi kristilegri í anda eða efni, heldur
en ritgjörðir eftir heiðna ma'lskumanninii Cicero. “Mér
hefði verið ómögulegt að ráða það af kenningunni, sem
eg lieyrði, segir hann, “hvort ræðumenniniir væri á-
hangendur Ivonfúsíusar, iMúhameðs eða Ivrists.”
Annar merkur maður, ritstjóri kirkjublaðs hér í Ame-
ríku, lýsir ástandi sinnar kirkjudeildar með dæmum
þessum:
“Eitt af prestaefnum vorum sagði nýlega, að játn-