Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 4
100 Með blessuðu sumrinu endurlifnar gjörvöll náttúran. Sumarið kemur ávalt með boðskap um líf og- upprisu. Náttúi'an sjálf og’ alt, sem iifir, lofar höfund lífsins. Alt talar um Guð og gæzíku hans. Laufin, sem springa út á trjánum, grösin, sem lifna á grundunum, blómin, sem anga á bölunum, tala um Guð sinn og lofa hann. Lóan og lævirkinn syngja ljóðin sín sætu um Guð, sem gefur þeim Jíf og gleði. Og maðurinn,—skyldi hann standa einn hjá, hljóður og vanþakklátur! “Skyldi eg þá ískaldur einn eftir standa, Aldrei með þakklæti minnast á þig! Nei, eg vil lyfta nú upp mínum anda, Upp til þín, Guð minn, er lúessaðir mig. ” Maðurinn, gæddur ódauðlegri sál, með þrá og von eilífs lífs, liann fagnar mest sumrinu og lioðskap þess um lífið og gæzku lífgjafans. ”ÞÚ yngist upp sem örninn” segir í helgu ljóði. Um sumarmálin yngist náttúran upp eins og örninn. En oss mönnuum er einnig ætlað að yngjast upp, létta af oss þunga og drunga vetrarins, og koma út í sumarblíðuna og sólskinið. Sumum mönnum liættir við að daga uppi í vetrarríki lífsins og verða þar snennna gamlir og stirð- ir. Það er oft vetrargaddur eftir í sálum manna löngu eftir að leyst hefir alla ísa í ríki náttúrunnar. Maður- inn er sífelt í þeirri hættu staddur, að veturinn setjist að til fulls og alls í hjarta hans. Andstrevmi lífsins vfirbug- ar menn. Þrejda og lífsleiði setjast í öndvegi. Þeir menn, sem veturinn sezt að hjá, eru svartsýnir á alla hluti. Þeim finst heimurinn fara versnandi með degi hverjum. Þeir álasa æskuna. Þeim er illa við alt, sem er ungt og nýtt. Það er kristileg skylda manns að verjast vetrarrík- inu, varðveita sjálfan sig með Guðs lijálp frá því að verða kaldur og dapur og dimmur inn við hjartarætur. Sólskinið eitt fær varið mann fvrir vetrinum og- kuld- anum. Maður á að halda sig í sóls’kininu. Læknarnir kenna oss, að mjög mikið af líkamlegum sóttefnum stafi af mvrkri, en í sólskininu deyi margt það illþýði, sem sjúkdómum veldur. Andleg heilbrigði er ekki síður und-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.