Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 29
125 vær trúarjátnimg er einskis virði, nema hógvær guörækni búi í hjartanu. e. Verið menn og berjist, isögðu Filistar. Pað er ágætt ráð, ef kristnir menn fara eftir því í kri'stnum anda. (1. Kor. 16, 13; Ef. 6, 10. 12). 6. Hvernig fór, þegar örkin var borin út í orustuna? Filistar gengu hraustlega fram. ísra- elsmenn flýðu. örkin var tekin að herfangi, en Hofní og Píne- has féllu. 7. Hvernig varð Elí við, þegar hann heyrði þetta? Hann féll úr sæti sínu framan við hús sitt, hálsbrotnaði og dó. 8. Hvaða lærdómar liggja í pessu? a. Öll barátta er til einsk- is, og alt vort erviði, nema Guð 'sé með okkur. Fyrst af öllu þurfum við því að leita náðar Guðs og stunda vilja hans. b. Guð lét ísrael bíða ósigur, en það var ísrael til góðs. Hugsum ekki, að hann Ihafi yfirgefið okkur fyrir fúlt og alt, þótt hann hegni okkur. c. pað var ekki alt ógæfa, sem henti ísrael þann dag. peir glötuðu örkinni, en þeir losuðust um leið við Hofní og Pínéhas. pað er hverri þjóð gæfa, þegar hún losast við illa leiðtoga. d. Örkin var ekki glötuð, þótt hún væri komin í óvina hendur. Guð verndaði hana. Stundum lætur Drottinn kirkju sína bíða ósigur um stund. pað er þegar hún hefir brugðist köllun sinni. En málefni sitt verndar hann fyrir því. e. Hofní og Pínehas leiddu ósigur yfir ísrael og vansæmd og dauða yfir föður sinn. par sjáum við, hvernig fer, þegar æsku- maðurinn breytir illa og virðir að vettugi góð ráð og dygðir þirra, sem eldri eru. VII. LEXÍA. — 16. MAÍ. ísrael vinnur sigur undir leiðsögn Samúels—1. Sam. 7, 2—17. Minnistexti: Snúið yður til Drottins og þjónið honum ein- um —1. Sam. 7, 3. 1. Hvað varð um örk Drottins eftir að Filistar tóku hana? peir settu hana fyrst í goðahof sitt í Asdód, en skurðgoð þeirra féllu niður og brotnuðu, á meðan örkin var þar. Síðan var örk- in flutt borg úr borg, en Guð lét sýki koma upp allsstaðar með- al fólksins, þar -sem örkin var geymd. Eftir sjö mánuði sáu Filistar ,sig um hönd og sendu orkina heim aftur með gjöfum. Örkin var síðan lengi höfð í Kirjat-Jearim í Júda-fjöllum (1. Sam. 5, 1—7, 2). 2. Hve lengi drotnuðu Filistar yfir ísrael cftir það? Tuttugu ár. 3. Hvað gjörði ísrael að lokum? pióð- in hlýddi áminning Samúels, kastaði burt skurðgoðum öllum og hélt ráðstefnu mikla í Mizpa, borg í Gilead-fjöllum fyrir austan Jórdan. 4. Hvað gjörðu Filistar, þegar þeir heyrðu þetta? peir söfnuðu her og fóru í leiðangur móti ísrael. 5. Hvað tók ísrael þá til bragðs? peir báðu Samúel að biðja fyrir sér, en fóru sjálfir til móts við Filista. 6. Hvernig lauk bardaganum? Drottinn bænheyrði Samúel og lét koma þrumu- veður svo stórkostlegt, að Filistar urðu hræddir og flýðu. 7.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.