Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 31
127 Hann var sonur auðugs bónda af ætt Benjamíns. Friður mað- ur, mikill vexti og tígulegur. 6. Hvernig bar fundum þeirra saman, Sáls og Samúels? Sál var að leita að ösnu föður síns, og kom til þorpsins þar sem Samúel var (Liklega Rama). Fór hann inn í bæinn til þess að leita ráða hjá spámanninum. 7. Hvað vissi Samúel um ferðir Sáls? Drottinn hafði sagt Samú- el að smyrja Sál til konungs, þegar hann kæmi. 8. Hvað átti að vera aðal-hlutverk Sáls? Að verja þjóðina gegn Filistum, sem nú voru farnir að verða áleitnir aftur. 9. Hvað gjörði Samúel, þegar þeir fundust? Bauð Sál til veizlu, sem þegar var reiðubúin þar í þorpinu; lét hann gista hjá sér um nóttina smurði hann til konungs morguninn eftir. 10. Hvaða lærdóma geymir lexía þessi? a. pað var Guð, sem valdi Sál til konungs. pjónar 'kirkjunnar ekki rétt kallaðir, nema Guð sé þar með í verki. b. Drottinn sagðist hafa séð ánauð þjóðar sinnar, og valið henni leiðtoga. Guð tekur enn málstað hinna undirok- uðu. Mannvinir og umbótamenn eru sendir af honum, til að hjálpa þeim sem órétt líða. c. Sjá, hvernig Drottinn lét fund- um þeirra Sáls og Samúels bera saman. Enginn viðburður er eintóm hending. Stjórn Guðs ræður öllu lífi mannanna. d. Sál þurfti ekki framar að hugsa um fáeinar ösnur, þær voru ó- húltar, og hann hafði hlotið æðstu tign landsins. Sá, sem á í vændum arfleifð á himni, þarf ekki að bera áhyggjur út af jarðneskum hlutum. e. Sál tók því með mestu hógværð, sem Samúel sagði honum. Sú hógværð gjörði hann hæfari til kon- ungstignar, heldur en útlitið (1. Sam. 16, 7). Hefði hann hald- ið þeirri hógværð, þá hefði Drottinn ekki þurft að hafna hon- um síðar meir. f. Sál fór að leita að ösnum föður sins — og fann konungsríki. Hefði hann vanrækt þá litilmótlegu skyldu, og leitað sjálfur tignarinnar, þá hefði hann hvorugt fundið. Viljir þú verða gæfusamur, þá vertu dyggur umfram alt — “trúr yfir litlu.” IX. LEXIA. — 30. MAÍ. Jónatan og skjaldsveinn hans—1. Sam. 14, 1—13. Minnistexti: Ver þú hughraustur og öruggur—Jós. 1, 6. 1. Hvernig reyndist Sál konungur? Mæta-vel framan af. Sigraði Amóníta austur í Gilead. Síðar gjörðist hann dramb- samur og hirti ekki um boð Guðs. í ófriði við Filista tók hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.