Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 15
111 eða rómverska ríkið, eða rit Shakespearsf Gott og vel; þaS er í lijálparritunum, 'saman rekið í stutta greinar- stúfa. Þú notar það eins og við á í þann svipinn og ert ánægður. Auðvitað hefir þú ekki komist í nein veruleg kynni við anda Páls, eða voldugleik Rómverjaríkis, eða snild Shakespears, með slíkum lestri, en það gjörir ekk- ert til. Þurfir þú að vita eitthvað meira síðar, þá tínir þú, aftur saman fróðleiksmola úr sömu hjálparritunum. Nýja fáfræðin gjörir sig 'ánægða með þess konar auð- veldan upptíning í rannsóknar stað og heldur, að í lion- um sé fólgin heilmikil mentun. Notar hjálparritin sér til ógagns eins og blöðin. Stingur sér svefnþorn með hvorutveggja. Það er enginn velgjörningur að þegja yfir slíkum veilum í menning vorrar tíðar. Sönn framgirni gín ekki við öllum nýjungum; miklast ekki um skör fram af ald- arfarinu. Ef vér viljum húa rétt í liaginn fyrir komandi kynslóðir, þá megum vér ekki láta verklegu framfar- irnar, lífsþægindin, yfirborðs-menninguna glysgjömu villa sjónir fyrir oss. Alt það er lítils virði út af fvrir sig. Rithöfundurinn enski, Matthew Arnold, mintist einhverju sinni á eimlesta-hraðann — sú uppgötvun var þá enn með nýja bruminu — og sagðist ekki sjá, hvað unnið væri við það, að geta ferðast með slíkum ógna-flýti úr einni kámugri borg í aðra. Svo er um allar framfarir, verk- legar og félagslegar, að í iþeim er lítill gróði, nerna þær verði á einhvern hátt til þess að fegra og betra mannlífið. G. G. --------o—------- KOSNINGARÉTTUR í RÍKJUM BOLSJEVIKA. í næst-síðasta blaði var á það bent, út af illverkum Bolsje- vika, hversu ótækt væri að trúa einni stétt eða einum flokki fyrir gjörvöllu istjórnarfari nokkurs lands. petta finst “Vor- öld” vera rangur dómur. “Sannleikurinn er sá,” segir blaðið, “að þar (á Rússlandi) eru állar stéttir við völd, Ihlutfallslega, nema sú stétt, sem Páll postuli talar um, þegar hann segir: ‘Sá, sem ekki vill vinna, á ekki héldur mat að fá’.” Leiðréttingum tekur Sameiningin auðvitað með þökkum, ef á rökum eru bygðar; og að þessu sinni skulum vér taka viljann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.