Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 9
105
landsins, þá er hætt við því, áð árangurinn hefði orðið
litlu glæsilegri.
8á grunur er ekki gripinn úr lausu lofti; hann styðst
við ofurlitla reynslu í þeiin efnum. Hver maður getur
gjört tilraunir í þessa átt, með því að vekja rnáls, hæ-
versklega og kurteislega, á ýmiskonar auðveldum fróð-
leik í samtali við fólk, sem alið er upp á vegum skóla-
fræðslunnar hérlendu. Spyrja, til. dæmis, eins og af
hending, um nafn á fjallgarðinum, sem liggur frá Pan-
ama suður að Magellan-sundi, um stórvötnin í þrern
vatnakerfum Norður-Ameríku, um þrjú stórfljót, sem
renna þar móti þrem höfuðáttum austan fjalla; um
stærsta eyja-klasann í Atlantshafi, eða legu Gyðinga-
lands, eða hvar borgin Vladivostok, sem fréttahlöðin
nefna svo oft, sé niður komin. Eða leiða talið að sögu-
efnum, og inna eftir sigurvinningum þeirra Alexanders
og Cæsars, eða hver hafi verið fjögur mestu heimsveld-
in, eða þrjú merkustu lvðveldin í fornöld. í ofurlítið
lærðari hópi mætti athuga, hvort samtalið tæki mikinn
fjörkipp, ef persóna einhver í leikjum Shakespears, eða
megin-grein í kenningum þeirra Platós, Spinoza eða
Kants, væri borin undir álit viðstaddra. Mismunur
verður auðvitað á árangrinum, eftir þeim andlegu kjör-
um, sem fólkið hýr við í því eða því hágrenninu; en sú
mun þ'ó verða reymdin yfirleitt, að ótrúlega mikill hluti
þeirra manna, sem í alþýðuskólum liafa setið mörg ár og
jafnvel ])okast upp í æðri mentastofnanir, geta ekki gefið
greið svör við spurningum þessum, eða öðrum svipuðum.
Vanalega fer svo fyrir öllurn nemendum allstaðar,
að mestu kynstur af alls konar skólafræðum hverfa með
öllu burt úr hugsun þeirra og minni, þegar sá forði er
ekki lengur nauðsynlegur til bjargræðis við prófin. Og
um það væri auðvitað ekki að fást, ef það væri sallinn
einn, ryk-þur og næringarlítill, sem glataðist. Það er
hverju mannsviti ofætlun, livort sem er, að samlaga sér
mikið af kraftlausu hugarfóðri. En þegar sjálfur kjarn-
inn, frjómagn sannrar mentunar, ljós og lifandi skilning-
ur á megindráttum þeirrar upplýsingar, sem nauðsynleg
er til þess að hakla liugsun manna vakandi,—þegar þetta
fer einhvem veginn í súginn líka, og “fyrirfinst ekki’>