Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 8
104
en Drottinn hefir æfinlega komið henni til hjálpar, g’efið
lienni nýtt líf, nýja starfskrafta, þegar hún virtist á
fallanda fæti, eða jafnvel komin í dauðann.
G.G.
--------o-------
Nýja fáfræðin.
Blöðin g'jörðu sér heldur en ekki mat úr fávizku hif-
reiðakóngsins Iíenry Ford, þegar hann fyrir nokkru síð-
an var spurður í þaula. fyrir rétti í meiðyrðamáli því, er
liann höfðaði gegn blaðinu Chicago Tribune. Blaðið
hafði kallað Ford “fáfróðan stjórnleysingja”, og vildi
lögmaður þeirrar hliðar sanna þau urnmæli með því að
lialda nokkurs konar próf yfir sækjanda þar í réttinum.
Þetta hepnaðist fremur vel, frá sjónarmiði Tribune-
manna, því að Ford varð hvað eftir annað að játa á sig
þekkingarskort alveg ótrúlegan. Hann vissi næsta lítið,
til dæmis, um frelsistríð sinnar eigin þjóðar. Minti hálf-
vegis, að sú senna hefði staðið yfir árið 1812. Önnur
þekking mannsins var eftir þessu.
Að þessu gjörðu blöðin auðvitað allmikið liáð. Þótti
það undrum sæta, að roskinn maður, rnerkur og vel gef-
inn í tilbót, skyldi reynast svona skelfilega þunnur á
barðið, þegar hann var spurður út úr ýmsum fræðum,
sem kend eru hálf-vöxnum skólabörnum.
Mel hefði þó mátt spara lirópyrðin. Þessi þekking-
arskortur á algengustu fræðum mun alls ekki vera svo
sjaldgæfur sem ætla hefði mátt, í vorri vestrænu menn-
ingar-Eden, þar sem skóla-fáninn “blaktir við hún” á
öllum vegamótum, að heita má. í síðasta blaði var skýrt
frá því, hve óskapleg vanþekking á öllum trúarefnum
hefði komið í ljós hjá ungum liermönnum, sem um þá
hluti voru spurðir. Þótti spyrjendum það undarlegast,
að safnaðarlimir og uppvaxnir sunnudagsskólanemend-
ur skyldi vera svo skelfing fáfróðir um þau mál. Hefði
nú einnig verið gjörð tilraun til að komast eftir þekking
þessara manna á helztu kjarna-atriðum þess fróðleiks,
sem þeir námu, eða áttu að lmfa numið, í alþýðuskólum