Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 28
124 Veitti Samúel létt að færa Elí þessa fregn? Nei, því honum þótti vænt um fóstra sinn. pað er ekki létt, að boða mönnum refsidóm Guðs. 11. Hvað segir lexían meira um Samúel? Hann ó>; upp og Drottinn hélt áfram að vitrast honum. Samúel varð mikill og þjóðkunnur spámaður. 12. Hvað geturn við lært af þessu? a. Samúel var hlýðinn og góður drengur. Fór upp úr rúmi sínu um há-nótt, undir eins þegar hann hélt, að fóstri sinn vær að kalta á sig. Guð þekti þetta innræti hans, og gjörði hann að sínum þjóni. “Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg ísetja þig” (Matt. 25, 21). b. Guð lætur ekki að sér hæða. leiktu þér aldrei að ranglætinu. Guð sér til þín, og hann er heilagur. c. pað kemur fram, sem Guð segir. Hann hefir heitið syndinni hegningu, og það heit vofir yfir okkur, nema við bætum ráð okkar í trú og iðrun. d. pó að við finnum náð hjá Guði, þá tekur hann ekki frá okkur ált það stundlega böl, sem syndin ollir. e. Elí var of vægur við syni sína, og mein- leysið varð honum og þeim til ills. pökkum Guði fyrir strang- leik og aga foreldra okkar. VI LEXÍA. — 9. MAl. Elí og synir hans — 1. Sam. 4, 5—18............. Minnistexti: Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Jesú Kristi, Drotni vorum.—Róm. 6, 23. 1. Hvernig stóð á því, að sáttmálsörk Guðs var borin í her- búðirnar? ísraelsmenn fóru í bardaga gegn Fílistum, her- skárri óvinaþjóð, sem bjó í fjöllunum, suðvestan-til í landinu. peir biðu ósigur. Héldu þá öldungar lýösins, að betur myndi ganga, ef örkin væri borin fyrir liðinu út á vígvöllinn. Hofní og Pínehas, synir Elí, fóru með örkina. 2. Hvað var sáttmáls- örkin? pað var kista út dýrum viði, gullslegin. Lokið á henni hét náðarstóllinn. Á iþví voru kerúba myndir úr gulli. í örk- inni voru geymdar tvær töflur, sem boðorðin voru letruð á, ker með manna, og stafur Aarons æðsta prests, og lögmálsbókin. Örkin var smíðuð í eyðimörkinni á dögum Móse. Hún var tákn gamla sáttmálans og átti að vera í helgidómi Guðs, inni í tjaldbúðinni. 3. Hvernig brá ísrael við, þegar örkin var bor- in út í herbúðirnar? Herinn laust upp fagnaöarópi, og taldi sér sigurinn vsan. 4. Hvernig brá Fílisteum við? peir urðu skelkaðir, Iþví þeir vissu, að Guð fsraels var máttugur. Eggj- uðu því 'hver annan til að ganga hraustlega fram. 5.Hvað get- um við lært af þessu? a. pað er rétt, að leita eftir orsökinni, þegar Guð lætur ólán koma yfir okkur. b. En það er rangt, að hugsa sér, að Guð verði blíðkaður með útvortis guðrækni ein- tómri. pað var ekki til neins, að bera örkina með sér, á meðan hjartað var fjarlægt Guði. c. Óguðlegir menn með örk Drott- ins, leiða aldrei fólk hans til sigurs. d. ópið dugði ekki. Há-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.