Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 10
106 í þrotabúunum andlegu hjá lieilstórum hluta vorrar skóla- fræddu kynslóðar, þá er eitthvað bogið, annað hvort við mentakerfið eða þjóðlífið. Klerkur einn í Wales á Englandi, gamall og' gætinn, átti tal um trúvakningar-ofboð allmikið, sem gripið liafði lýðinn þar nm slóðir. Einhver spurði, hvort hann væri ekki hrifinn af afturhvarfi þessu. Hann kvaðst vera hræddur um, að það væri ekki sinnaskifti, sem fólkið hefði 'tekið, lieldur syndaskifti. Þetta mun því miður ekki vera fjarri sanni stundum um vakningar-ákafann. Og sjálfsagt væri sú marg-lofaða menning nútíðarinnar ekki baknöguð ómaklega með svipaðri athugasemd. Yér höfum flestir bamslega trú á yfirburðum vorrar tíðar; byggjum í flestum efnum á ágæti nýbreytninnar eins og sjálfsagðan hlut; heyrum jafnan hrópað liæst um þann kostinn, þegar verið er að koma einhverjum varningi andans á framfæri. Campbell klerkur ritaði bók um “nýju guðfræðina”; aðra samdi Wilson forseti um “nýja frelsið”; “ný-hugsun” er andastefna kölluð eða lífsskoðun, sem nú er mjög í tízku, og svona mætti lengi telja. Þetta sýnir hvernig vorhugurinn hefir gagntekið kynslóðina, sem nú lifir, svo liún býst við endurlífgun og dýrlegum stakkaskiftum eldri dygða og nýjum gróðri stór-miklum í tilbót. Synd væri að segja þá hugsun með öllu ósanna. En hætt er við, að með dvgðagróðrin- um vaxi upp nýtt og gamalt iligresi, og að þessi dásam- legu stakkaskifti reynist, þegar alt kemur til alls, í mörg- um tilfellum ekkert annað en syndaskifti; eða gamlir ó- kostir í nýju gervi. Með þeim vorgróðri aldarinnar, sem einna mest lief- ir verið af látið, má telja upplýsinguna nýju, — framfar- irnar stórkostlegu í alls konar þekking og vísindum, og mentunartækjum, sem nú standa opin öllum lýð og eru notuð miklu meir en nokkru sinni áður. Sú framþróun er góð og gleðileg. En einhvern veginn lítur svo út, sem vinningurinn lmfi í sumum greinum orðið minni, en von- ast var eftir. Það er eins og þessi mikla og sí-vaxandi upplýsing varpi af sér skugga, svörtum og ömurlegum, sem vex og dafnar við lilið lienni og hefir sama vaxtar- lagið, sama nýtízku-sniðið, eins og luin sjálf. Það er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.