Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 13
109
andi hluti þjóðanna komið meiru til vegar í ýmsum
greinum, heldur en einmitt nii. Eins er það auðséð, að
þegar áhuginn vaknar verulega hjá hinum, sem miður
þóttu mega sín andlega, þá vantar ekki næmið. Það er
til dæmis eftirtektarvert, hverniig mörg ungmenni, sem
lítinn lilut þóttu bera frá borði eftir skólavertíðina, kom-
ast undur fljótt niður í samsetning og meðferð á alls
konar margbrotnum vélum, og öðru þess háttar. Yéla-
fræði og verkleg þekking alls konar, er sá andans gróður,
sem helzt bætir úr skák fyrir mentaskorti vorrar tíðar.
Það er gott og blessað í sjálfu sér, en sú þekking er alt
of einhliða. Vegur livergi nærri upp á móti því, sem á
vantar í öðrum efnum.
Þetta sýnir, að það er engin vitsmuna-rýrnun, engin
óviðráðanleg afturför, sem að gengur. Hitt mun vera
sönnu nær, að einmitt sjálfar framfarirnar sé valdar að
þessum veilum í nútíðarmenningunni, þótt undarlegt
megi virðast. Orsökin er efalaust þessi: Öllu, sem að
uppfræðing lýtur, liefir skilað áfram svo ægilega fljótt á
síðustu tímum, þekkingar-forðinn hefir aukist svo gífur-
lega; fræðslu-tækin eru orðin svo margvísleg og svo al-
menn; upplýsingin, í einu orði sagt, orðin svo margbrot-
in og umfangsmikil, að mennirnir hafa sjálfsagt enn ekki
lært að hagnýta sér þessa tröllauknu framför svo vel sem
skyldi. Þeir beita þessum nýju tækjum óefað ranglega,
að mörgu leyti, og sér til ógagns. Þau eru eins og hnífur
í óvita höndum, enn 'sem komið er.
Alþýðuskólinn er enn í bernsku. Verkið, sem hon-
um er ætlað, margbrotið og yfirgripsmikið, námstíðin
löng, líklega of löng og þreytandi fyrir börnin. Svo er
það mentakerfi sjálfsagt of fast-skorðað á ýmsa vegu.
I jærdómurinn fyrir þessar sakir ekki svo lifandi, sem
vera mætti. Þótt alþýðuskólinn eigi í eigu 'sinni heilan
lier af dyggum og góðum kennurum, þá stendur kerfið
sjálft óefað til stórra hóta.
Ofan á þetta bætist svo það, að álifífin, sem nemend-
urnir verða fyrir í hverndagslífinu utan skóla, eru yfir-
leitt annað en glæðandi. Alt of rnargir láta sér lynda
það, að senda börnin frá sér í skólann til uppfræðingar,
en liugsa minna um að korna inn í sálir þeirra glæðingar-