Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 27
123
guðhræddum, sem Bóas hét. pau eignuðust son, sem hét Óbeð.
Ilann var faðir ísaí, föður Davíðs konungs. Og Davíð var for-
faðir Jesú Krists eftir holdinu. Svo að frelsarinn var af ætt-
um þessarar trygglynud og góðu konu, sem hafði verið heiðin,
en hafði tekið trú á Guð. Jesú's er líka í ætt við okkur, sem
erum af heiðnum stofni. 10. Hvað lærum við af allri sögunni?
Sýnum Kristi samskonar trygð, eins og Rut sýndi Noomí.
V. LEXÍA. — 2. MAÍ.
Sveinninn Samúel — 1. Sam. 3, 1—13. 19. 20.
Minnistexti: Son minn, gef mér hjarta þitt, og lát vegu
mína vera þér geðfelda — Orðskv. 23, 26.
1. Hver var Samúel? Spámaður Drottins og hinn síðasti
af dómurum ísraels. 2. Hvað hétu foreldrar hans? Faðir
hans hét Elkana og móðir hans hét Hanna. 3. Hvar var hann
alinn upp? Hjá æðsta presti í Síló, þar sem tjaldbúð Drottins
stóð og síáttmálsörkm var geymd. — Síló var þorp eitt í miðju
landinu, skamt fyrir norðan Betel. 4. Hví var Samúel alinn
upp þar? Hanna móðir hans hafði heitið því, að ef hún eign-
aðist son, jþá skýldi hann vera helgaður Drotni frá barnæsku.
5. Hvar svaf drengurinn Samúel þessa nótt, sem um var getið?
Nálægt sjálfum helgidóminum í tjaldbúð Drottins. 6. Hvernig
var ástatt í Israel? par þá enginn spámaður, vitranir frá Drotni
mjög sjaldgæfar; og synir Elí æðsta prest, þeir Hofní og Pine-
has, voru vondir menn, sem tóku méð valdi handa sjálfum sér
það bezta af fórnum þeim, sem fólkið færði Drotni. Guð hafði
boðið Elí a láta sonu sína hætta þessu athæfi, en hann var of
meinlaus við þá, svo að þeir hlýddu honum ekki. 7. Hvað
lieyrði Samúel þessa nótt? Hann heyrði kallað á sig með nafni
þrisvar sinnum, og hélt að það væri Elí. í þriðja sinn sagði
Elí honum, að röddin mundi vera frá Drotni, og sagði honum að
svara: “Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir.” petta gjörði
Samúel, þegar á hann var kallað í fjórða skiftið. 8. Hvað get-
um við lært af þessum hluta lexíunnar? a. Samúel var alinn
upp 1 þjónustu Drottins. Guð kallaði hann í sína þjónustu á
unga aldri, og hann varð spámaður og mikilmenni. par sjá-
um við hve gott það er, að fá gott og kristilegt uppeldi. b. Guð
býr enn í helgidómi sínum og talar þaðan til okkar. Við meg-
um ekki vanrækja kirkjuna. c. Hlustum eftir rödd Guðs,
Stundum ihöldum við að það sé einhver annar að tala, þegar
boðið kemur frá Guði sjálfum. Látum ekki leiðast út í þá villu,
að halda það, að Guðs orð sé orð einbvers manns. d. “Tala þú,
Drottinn, þjónn þinn heyrir” — þannig eigum við að svara rödd
Guðs, í orði hans eða samvizkunni. 9. Hvað sagði Guð svo við
Samúel? Hann sagði drngnum, að Elí og sonum hans myndi
verða stranglega Ihegnt fyrir ranglæti þeirra bræðra. 10.