Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 4

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 4
130 heilögum anda var gefinn, til þess hún gæti unnið verk sitt í nafni Krists gegn um allar ókomnar aldir. Skyndileiki viðburðanna ber vott um yfirnáttúrlegt eðli þeirra gjafa, sem gefnar voru. Gnýrinn af himni, .“eins og aðdynj- anda sterkviðris’’, var náttúrlegt tákn hins almáttuga anda. Tungurnar, sem kvísluðust og settu sig á einn og sérhvern postulanna, táknuðu gjöf kraftarins til að hoða gleðiboðskapinn allri skepnu. Eldurinn táknaði heilag- an áhuga trúar og kærleika, sem einkenna átti boðun fagnaðarerindisins. Þar sem margar þjóðir heyrðu þar hver um sig sitt móðurmál, táknar það, að kristindómur- inn átti að ná til allra þjóða jarðarinnar og hver tunga skyldi um síðir viðurkenna, að Jesús Kristur er Drottinn Guði föður til dýrðar. Postulasagan segir einnig frá því, hverjar dásemdir urðu í söfnuðunum fyrir kraft heilags anda og náðar- gáfur þær, sem lærisveinarnir voru gæddir. Andi Guðs logaði í hjörtum mannanna og undur og kraftaverk gerð- ust í söfnuðunum. Fyrir þann dásámlega kraft út- breiddist kristnin nærri eins og eldur í sinu, og kirkja Jesú Krists stóð í blóma, þrátt fyrir margskonar þreng- ingar og ofsóknir, sem kristnir menn urðu fyrir. En þegar fram liðu stundir og uirkjan komst á vald verald- legra þjóðhöfðingja og sameinaðist veraldlegu ríki, fór kraftur andans dvínandi, gáfurnar eyddust, hvíta- sunnan lækkaði á lofti. Og þó hafa gjafir heilags anda aldrei verið teknar frá kirkjunni, þrátt fyrir syndir hennar gegn andanum, veraldarhyggju hennar og vantrú. Ósýnilegar náðar- gjafir heilags anda í orði Guðs og sakramentum hafa ver- ið kristnum mönnum fæða lífsins allar aldir. Ytri tákn og stórmerki liafa einnig átt sér stað víðsvegar og á þeim borið þá ávalt, er öldur trúarinnar hafa risið hátt. Þess eru mörg dýrleg dæmi í sögu kirkjunnar og einstakra guðsmanna. Og einmitt á vorum dögum er því sérstak- lega haldið fram innan kirkjunnar víða, að kraftaverk frum-kristninnar eigi sér enn stað, eða geti átt sér stað. Á allra síðustu árum hefir komið til sögunnar nýr kirkju- flokkur, Tlie Pentacostal Mission, sem alla áherzlu leggur á það, að ná gáfum þeim hinum yfirnáttúrlegu, sem auð-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.