Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1920, Page 9

Sameiningin - 01.05.1920, Page 9
135 daginn eftir, til þess að ná þar í austurferð með Gull'fossi. Félagið íslendingur, sem gekst fyrir lnngaðkomu séra Ivjartans, á gott skilið fyrir sendinguna. Maðurinn var ágætlega valinn til þeirrar*ferðar; 'hann er einstakt ljúfmenni, orðihagur vel og hefir frábærlega næman ski'lning á 'þörfum mannshjartans. Erindið, sem hann flutti, var bæði fagurt og vekjandi. Lýsing hans á and- legu lífi fólksins 'þar heima, mitt í fátæktinni, strjálbygð- inni og óblíðu náttúrunnar, er umhugsunarvert í meira lagi fyrir oss, sem þykjumst búa við sælli kjör hér vestan hafs. Það er heilnæmt að fá slíkar fregnir af ættjörðinni, ef vér kunnum að meta þær. Meðal annars ætti þær að geta vakið bróðurlegt Ikapp, í menuingarefnum, hjá fólki voru hér — ílöngun til að fara ekki ver með lífskjör sín, tiltölulega, heldur en stofnþjóðin. Það eitt myndi borga allan tilfeostnaðinn og alt ómakið, sem lagt var í þetta ferðalag séra Kjartans. Efoki kemur mönnum saman um það, bve lengi muni vera hægt að varðveita hér á slóðum afurðir ýmsar og sérkenni þjóðernis vors hins íslenzka; en hinu getur varla nokkur sanngjarn maður neitað, að varðveizlan sé æski- leg og h'ljóti að verða beinn ágóði, svo framarlega sem vel og öfgalaust er á arfleifðinni haldið. Séra Ivjartan lýsti ág'ætle-ga verðmæti þeirrar arfleifðar, einkum bó<k- mentanna, fornra og nýrra, sém hafa reynst svo dásam- legur líf-svafei þar í fámenninu og erviðleikunum norður við íshaf. Undarlegt má það vera, ef sami eldurinn get- ur efeki hitað íslen/Jkum unglingum um hjartarætur, þeg- ar hingað er feomið; enda hefir reynslan ails ekki sýnt það, að svo þurfi að fara y'firleitt fyrst um sinn, nema þegar sarntök og áhuga brestur -hjá þeim, sem eldri eru. Séra Kjartan gefek vel -fram í því, að glæða heiibrigð- an þjóðernis-áhuga meðal landa vorra hér. Flutti það erindi af heilli sannfæringog um leið svo prúðmannlega, að áheyrendunum varð hvarvetna hlýtt til hans. Tekur ])ví heim með sér góðar óskir og velvild allra, sem kynt- ust honum hér yestra. Vor og lífsgleði. Vorið er ímynd gleðinnar. Það er sigurtíð. Þá flýr

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.