Sameiningin - 01.05.1920, Page 17
143
ÞAÐ, SEM BRŒÐUR VORIR GfJÖRA.
Eftir séra Rúnólf Marteinsson.
Saga lúterskrar kirkju er á stórum parti saga ment-
unar. Hún fæddist í háskóla, háskólanum í Wittnberg,
þar sem Lúter var kennari. í öllu starfi sínu liefir hún
lagt mikla áherzlu á fræðslu. Hún hefir metið þekkingu
og hófsemi, en forðast æsingar. Hfin liefir ebki legið á
liði sínu að eignast sem beztar mentastofnanir.
1 þessari heimsálfu mun lúterska kirkjan nú eiga 45
a'ðri skóla (colleges), 52 miðskóla, 7 kvennaskóla og 24
prestaskóla. A,f þessu verður að vísu ekki séð, hve marg-
ar sérstakar mentastofnanir hún á, því í mörguni tilfell-
um eru miðskóli og æðri skóli saman í einni stofnun;
sömuleiðis er í sumum tilfellum prestaskólinn með æðri
skólanum ein stofnun. En mörg eru þessi mentaból, og
undantekningarlítið telja leiðtogar kirkjunnar þau óhjá-
kvæmileg fyrir líf hennar og starf.
A þessu vori hefir verið gjörð mjög ítarleg og víðtæk
tilraun til að afla sumum þessum stofnunum fjár. Það
eru skólarnir í Gettysburg, Pa.; Roanoke, Va.; Allentowm,
Pa.; Greenville, Pa. og Selinsgrove, Pa. Allir þessir
skólar eru að safna stofnfé, sem, með vöxtum sínum, geti
veitt þeim nauðsynlegar tekjur. Hinn fyrstnefndi er að
safna $1,000,000, og hver hinna hálfri miljón. Vonandi
tekst þeim að ná þessum upphæðum, enda er slíkt stofnfé
óhjákvæmilegt, ef skólarnir eiga að hafa trygga framtíð.
Svo telst mönnum til, að liver meðlimur kirkjunnar á
þessu svæði muni að jafnaði þurfa að leg’gja til liðuga $6,
og er það ekki eins mikið og sumir liafa annars staðar
gjört. 1 lútersku kirkjunni í Suðurríkjunum hafa þeir
stundum lagt til $25 á mann að jafnaði fyrir mentastofn-
anir sínar.
Ríkur maður lúterskur var ekki alls fyrir löngu beð-
inn að gefa í mentasjóðinn $1,000. Hann hafði skömmu
áður veitt sjálfum sér margvíslegar skemtanir og þæg-
indi, en þetta sagðist hann ekki gjöra. Honum var bent
á verk kirkjunnar, sem hann vanrækti og hvaða þýðingu
fyrir mannfélagið ldrkjuskólarnir hefðu. Hann sá skvldu
sína í nýju ljósi og’ gaf $10,000. Það tókst að vekja hann.