Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1920, Side 18

Sameiningin - 01.05.1920, Side 18
144 Hópur nokkur frá lúterskum skóla, St. Olaf College í Northfield, Minn., hefir ferðast um austurhluta Banda- ríkjanna til að svngja, aðallega andlega söngva. Sá flokk- ur söng meðal annars í Carnegie Hall, New York. Flokk- urinn liefir orðið sér til mikils sóma fyrir þá list, sem hann hefir sýnt í söngnum. Þess var getið í síðasta blaði Sameiningarinnar, að Harald Thorson, sem um eitt skeið var kunnur fjölda fs- lendinga í N. Dak., væri látinn í St. Paul. Sá maður valdi skólastæðið fyrir St. Olaf College og var hinn mesti höfð- ingi í gjöfum sínum til skólans. í erfðaskránni, sem liann lét eftir sig, gaf liann skólanum eignir, sem í minsta lagi eru taldar að vera meir en $1,000,000 virði. í alt telst mönnum til, að hann hafi gefið skólanum einar tvær miljónir dollara. Skóli þessi var heppinn að eiga annan eins vin, og sigurför söngflokksins þaðan virðist benda til, að gjaf- irnar hafi ekki lent á skakkan stað. Hér í Canada eru nú 6 lúterskar mentastofnanir. Flestar eru þær ungar, en allar eiga þær fastan verustað og allgott lieimili, að undantekinni einni: Jóns Bjarna- sonar skóla. Síðustu fólkstalsskýrslur í kirkjufélaginu sýna 4,975 fermda meðlimi. Ef hver legði til $6, yrði upphæðin $29,850, og fyrir þá upphæð gæti skólinn eignast heimili. Það sem bræður vorir geta gjört, getum vér. -o 17. til 22. Júní 1920. Áœtluð dagskrá. Fimtudagur 17. Júní. 1. Þingið sett í kirkju Ágústínusar safnaðar í Kan- dahar, kl. 3 e. h. Almenn guðsþjónusta með altaris- göngu. Varaforseti prédikar. 2. Þingfundur á sama stað kl. 8 e. h.—Skýrslur em- bættismanna og starfsnefnda.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.