Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.05.1920, Blaðsíða 21
147 Blaðið Literary Digest sendi út fjölda af fyrirsuprnum til verkamanna víðsvegar til að grenslast eftir því, hvernig þeir liti á áhrif vínbannsins í Bandaríkjunum. Svörin, sem send voru, voru 526. Af þeim voru 345 ákveðin í þá átt, að vín- bannið væri til blessunar; 143 alveg á móti vínlbanninu; 31 óákveðin, og sjö sögðu vínbannið ekki fullreynt. “pað er eng- inn efi á því,” segir einn, “að víntoann er til blessunar fyrir verkamanninn og skyldulið hans.” petta er sannari vitnisburð- ur um það, hvernig vínbannið í Bandaríkjunum er að reynast, en margt af því sem tínt er til í sumum blöðum á íslandi í síð- ustu tíð, til að telja mönnum þar trú um, að vínbannið í Banda- ríkjunum sé alveg að mishepnast. Frá þingi Ensku kirkjunnar í Suður Afríku berst einnig rödd, er mælir ákveðið með vínbanni, og hvetur alla kirkjumenn til þess að styðja að því, að það komist þar á. pað er haft eftir William A. (“Billy”) Sunday, frá dvöl hans nýlega í Rock Island í Illinois ríkinu, að lúterska kirkjan sé af öllum þeim kirkjum, sem hann þekki, líkust postula kirkj- unni. pessi vitnisburður er þeim mun eftirtektarverðari, þeg- ar þess er minst, að lúterska kirkjan hefir yfirleitt sneitt sig hjá því, að vera með í starfi Sundays. Dr. Francis N. Peloubet, hinn alkunni höfundur skýring- snna á alþjóða sunnudagsskóla lexíunum, er nefnast “Pelou- bet’s Notes”, er nýlátinn í Auburndale í Massachusetts ríki, 89 ára gamall. í þvínær hálfa öld hefir hann verið talinn með þeim allra fremstu í öllu >því, er að sunnudagsskólamálum lýtur. Svo telst til, að nú séu í heiminum um 15V2 mdljón Gyðinga. í Bandaríkjunum einum eru meira en þrjár miljónir þeirra. Der Lutheraner, málgagn Missouri sýnódunnar, er orðinn 75 ára gamall. Kom blaðið fyrst út í September 1844, og var þá eign dr. Walthers, en þegar Missouri sýnódan var stofnuð 1847, varð blaðið eign þess kirkjufélags, en Walther hélt áfram rit- stjórn þangað til 1865. Síðan hafa kennararnir við presta- skólann í St. Louis annast um ritstjórn á blaðinu. Enginn efi er á því, að hluttaka almennings í Missouri sýnódunni í öllum starfsmálum félagsins hefir verið margföld fyrir það, að mál-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.