Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 27

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 27
153 þennan aumingja,” svaraði Dan alvarlegur, “því Dr. Weise ætl- ast til þess af mér, að eg líkni hverjum sjúkum eða særðum svertingja, sem fyrir mér verður. Læknirinn hefir verið mér frábærlega góður og eg má ekki bregðast honum.” “En þú ert ekki lengur í þjónustu hans,” svaraði mælinga- maðurinn. “Eg er það að vissu leyti,” svaraði Dan, fyrst fyrir mér liggur verk, sem hann ætlast til að eg vinni. Samvizka mín leyfir mér ekki að bregðast trausti hans. Ef þú vissir, hve góður hann hefir verið öllum og hve hart hann hefir lagt að sér til þess að hjálpa Svertingjunum hér um slóðir, þá myndir þú ekki furða þig á því, að mig langar til að bregðast honum ekki. Líttu á, — stígvélin, sem eg er í, á hann, — og það eru einu al- mennilegu stígvélin, sem hann á til í eigu sinni.” “Já, eg veit það, að þessir trúboðar eru alt of góðir menn fyrir þetta vesæla land,” sagði mæligamaðurinn með fyrirlitn- irgu. “peir eyða lífi sínu hér fyrir þessi svörtu villidýr, sem hafa ekki meira af sómatilfinningu og þakklátssemi að segja en skepurnar, og tæplega það. Jæja, þú ert þinn eigin húsbóndi og ræður hvað þú gjörir. Ef þú vilt verða af góðri samfylgd og góðri atvinnu, þá verður þú að eiga um það við sjálfan þig.” Dan hlýddi röddu samvizkunnar, og fór aftur til særða mannsins. Hann batt um sár hans, því það hafði hann ásamt mörgu öðru góðu lært af lækninum, og þá komu sáraumbúðirn- ar, sem hann hafði í töskunni, að góðu haldi. Hann kveikti eld og matbjó það sem hann átti eftir af matnum sínum, og fyrir þessa hjúkrun fór svertinginn bráðum að hressast. Dan fann góðan náttstað undir stórum hömrum og bjó þar um hann sem bezt hann gat. Lengi lá gamli maðurinn þar og mælti ekki orð. Alt í einu sagði hann við Dan: “Eru hvítu mennirnir, sem þú varst hjá í r.ótt, vinir þínir?” “Allir hvítir menn, sem hittast í óbygðum Afríku, skoða hverjir aðra sem vini, og Dan játaði því spurningu svertingjans. “Farðu þá á eftir þeim eins fljótt og þú getur,” sagði gamli maðurinn, “því þeir eru í mikilli hættu’” “Hvað ert þú að segja?” svaraði Dan. “peir eru á leiðinni til Vatnabygðarinnar, þar sem fult er af hvítum mönum.” “peir sjá aldrei bústaði hvítra manna framar, ef þú varar þá ekki við,” sagði gamli maðurinn og hristi höfuðið. “Eg var í felum nálægt tjöldum þeirra, þegar fylgdarmaðurinn þeirra drakk vatnið, sem íbúar þessa héraðs höfðu eitrað, af því þeir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.