Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 33

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 33
159 sýndi Drottinn með sigri Gídeons og öðrum sigurvinningum, sem um er getið? . Hvað voru mannkostir Rutar og hvernig launaði Guð henni? 10. Hvar var Samúel alinn upp? ll.Hví lét Drottinn þungt böl koma yfir Elí og ætt hans? 12. Hvernig veitti Guð þjóðinni sigur, þegar Samúel var orðinn dómari? 13. Hver var fyrsti konungur ísraels, hvers konar maður í byrj- un, og hvernig reyndist hann síðar? 14. Hvaða frægðarverk vann Jónatan? 15. Hver var valinn til konungs eftir Sál, hverra manna var hann og hers konar maður?? 16. Hvað er aðal efnið í sálminum um góða hirðinn? Þriðji ársfjórðungur. I. LEXÍA — 4. JÚLÍ Davíð í herbúðum og við hirð Sáls—1. Sam. 17, 40—49; 18, 5-9. Minnistexti: Davíð var giftudrjúgur í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, af því að Drottinn var með honum—1. Sam. 18, 14. 1. Var Davíð tekinn til konungs undir eins eftir smuming- una? Nei; Sál sat enn að völdum í nokkur ár. 2. Hvað starf- aði Davíð framan af? Hann var af og til við hirð Sáls, og lék á hörpu fyrir konunginn, sem þjáðist af þunglyndi. pess á milli gætti hann sauða föður síns. 3. Hver var Golíat? Hann var hermaður í liði Filista, tröllaukinn og ramur að afli. 4. Hvernig stóð á Viðureign þeirra Davíðs? Sál hafði safnað liði á móti Filistum, sem voru komnir með her inn í landið. En þegar hvorirtveggju voru búnir til bardaga, gekk Golíat út fyrir herbúðir Filista og skoraði á ísrael að senda einhvern mann til einvígis við sig. Átti svo sú þjóðin, sem misti sinn mann á hólminum, að lúta hinni. Enginn þorði að berjast við Golíat. Loksins kom Davíð í herbúðirnar með nesti handa bræðrum sín- um. Hann var enn of ungur til herskyldu. pegar hann heyrði eggjunarorð Golíats, bauðst hann til að berjast við risann. 5. Hvað hafði Davíð að vopni? Ekkert nema staf og slöngu og r.okkra steina. 6. Hvernig fór einvígið? Davíð hæfði Golíat

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.