Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1913, Side 21

Sameiningin - 01.04.1913, Side 21
53 'eldrinn skærar en nokkru sinni; svo minni er afsöknn vor en þeirra, sem ú undan oss voru, ef ekki kviknar trúboðs- eldr í hjörtum vorum, og vér verðum ekki að lifandi trú- boðs-kvndlum. Sjá, það lýsir af boði konungsins! Það lýsir af öll- um þeim, sem hann liefir kveikt trúboðs-eld lijá! Heyr- um, hvernig liann kallar á oss með Ijósi sínu. Heyrum og til þjóðanna í myrkri, sem þrá Ijósið; þær kalla líka á oss! Heyrum, og vinnum að því, að ljós drottins vors Jesú Ivrists komist til þeirra! Já, komist til allra! fMeira.j KIRKJUÞING 1913 Hér með tilkynnist almenningi í söfnuSum Hins evangeliska lút- erska kirkjufélags íslendinga í Vestrheimi, að ársþing félagsins — hið 29. — verðr, ef guð lofar, sett, aö aflokinni altarisgöngu-guðsþjón- ustu, í kirkju Víkrsafnaðar á Mountain, N.-Dak., fimmtudaginn 19. Júní næstkomandi, kl. hálf-ellefu fyrir hádegi. Nákvæmar verðr síð- ar auglýst fyrirkomulag þingsins. Minneota, Minn., 20. Apríl 1913. BJÖRN B. JÓNSSON, forseti kirkjufélagsins. Mrs. Sigrún Ólafsson, eiginkona séra Kristins K. Ólafssonar, and- aðist á heimili sínu á Mountain, N.-Dak., sunnudaginn 6. þessa mán- aðar. Banameinið var lungnabólga. Hún var ekki fullra þrjátíu ára, er hún var kölluð burt. Fráfall hennar hefir orðið öllum, sem til þekktu, frábær sársauki, því hún var góð kona og mikil og hugljúfi hvers manns. Ekkjumaðrinn stendr nú uppi með þrjú ung börn, sem orðin eru móðurlaus. Þetta væri honum vonlaust reiðarslag, ef því væri ekki tekið með trúuðum huga í Jesú nafni. Hin látna merkiskona var dóttir Ólafs heitins Anderson’s, kaup- rnanns í Minneota, Minn., og fyrri konu hans. Hann dó 1895, og þótti þá skarð fyrir skildi — sökum valmennsku hans. Frú Ólafsson heitin var greftruð í grafreitnum nýja á Mountain að viðstöddu fjölmenni miklu 10. þ. m. Þeir séra Björn B. Jónsson og séra N. Stgr. Þorláksson töluðu við útförina. Hér í Winnipeg lézt Ólafr borvaldsson, vel þekktr og virðulegr öldungr, þriðjud. 8. þessa mán., 83 ára gamall—í húsi Mrs. Ásdísar Hinriksson á Elgin Ave., þarsem hann hafði átt heimili hin síðustu ár æfi sinnar. Var upprunninn í Kolbeinsstaðahrepp í Hnappadalssýslu á íslandi, og fœddr 26. Nóv. 1829. Kom vestr hingað á sextugsaldri. Tvisvar var hann kvæntr, og er Kristján Ólafsson, alkunnr merkis-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.