Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1913, Síða 29

Sameiningin - 01.04.1913, Síða 29
6i kominn heim meö fréttir frá herbúí5unum.“ Frá fornu fari hafSi hann óttazti þessi augu, sem virtust geta lesið sálir manna einsog opna bók. Hann óttaðist þau nú, þegar hann horfði fast á hann, og hann leit undan. „Eg er líka með fréttir — frá herbúðunum“ — svaraði spámaðrinn. „Skilaboöin, sem eg er meö, eru mjög áríðandi". „Það eru mín líka“. Þeir stóðu og horfðu hvor á annan, einsog menn, sem voru ekki vanir að láta hlut sinn fyrir öðrum, hermaörinn margfalt meiri að burðum, og spámaðrinn alvarlegr, ósveigjanlegr, öruggr. Allt í einu fann Benaja til þess, að þeir voru hvor um, sig að leyna hinn einhverju. „Veizt þú um smán hans?“ — spurði hann i hálfum hljóðum. Spámaðrinn kinnkaði kolli. „Og sarnt vilt þú fara til hans? Þú skalt fá það, en svo kem eg á eftir. Skilaboöin mín skal hann líka heyra.“ Hann talaöi meö harðneskju hermanns, en hinn lét það ekki á sig fá. „Ef hann gefr ekki gaum að boðskap mínum, þá skal hann heyra þinn“ — svaraði spámaðrinn. Og svo gengu þeir báðir inn-til konungs. I herberginu mátti líta þá Austrlanda-viðhöfn, sem kurr var að verða út-af hjá alþýðu. Á tíglagólfinu voru dýrindis- ábreiður og fáséðir dýrafeldir; veggirnir voru skrýddir allskon- ar litum og silkiábreiður á legubekkjunum; gegnum opna glugg- ana mátti sjá alstirndan himin, en inni loguöu ljós á gullnum lömpum. Hermaðrinn heilsaði konungi og leiddi spámanninn til hans, en sneri sér aftr að dyrunum og nam staöar á þröskuldinum. Það var einsog hann væri að bíða eftir því, að konungrinn benti honum að fara. Enginn hafði getað séð á honum neina geðshrœringu. Konungrinn og spámaðrinn voru beint fram- undan honum1; hönd hans hélt um, sverðið, og hann fann til þess, að hann hafði þar allt á valdi sínu. Hann tók eftir því, að konungr var óvenjulega skrautlega klæddr; en hann þóttist líka verða þess var, að hann yrði vand- ræöalegr, þegar hann sá spámanninn, þótt hann reyndi að breiða yfir það með þvi að sýna honum hina mestu blíðu. „Þú kemr ekki til vor eins oft og forðum“ — sagði hann. — „Vér sjáum þig allt of sjaldan.“ „Eg hefi ekki verið í borginni“ — svaraði spámaðrinn hœgt og stillilega —, ,,eg er nýkominn frá hinum fornu átthög- um yðar; þar svalaði eg þorsta mínum úr Betlehems-'brunnin- um, sem er við borgarhliðið, og minntist yðar.“

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.