Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 7
3
18 vetra gamlan, losar liann úr vist lijá járnsmið einum,
og útvegar honum vist í Frúar-skóla í Kaupmannahöfn.
Fær Hallgrímr þar ágætt fceri á því að halda skólanámi
sínu áfram, og virðist hann hafa notað tœkifœri það eink-
ar vel. Fjórum árum síðar, eða árið 1636, á hann aðeins
ólokið skólagöngunni fyrirsettu í höfuðstað Danmerkr.
En þá kemr það fyrir, sem til þess verðr að draga liann
heim aftr til Islands. Dana-stjórn fær hann til þess að
leiðbeina Islendingum nokkrum, sem sjóræningjar tvrk-
neskir höfðu árið 1627 hernumið frá Islandi og selt í á-
nauð í Alzír á norðrströnd Afríku. Hópr íslendinga
þessarra var fyrst miklu stœrri, en hann hafði óðum týnt
tölunni fyrir sakir grimmdar, er við þá var beitt. Fyrir
milligöngu Dana-stjórnar varð leifunum keypt lausn árið
1636. Hallgrímr fær þá það hlutverk að leiðbeina þeim
meðan þeim tefðist á leiðinni heim til Islands, einkum í
kristinni trú, sem sumir liöfðu stórkostlega ruglazt í
meðan þeir liöfðust við í ánauðinni hjá Múhameðs-trúar-
mönnum; en nálega með öllu höfðu sumir glatað kristin-
dómi sínum.
1 hópnmn, sem Hallgrími var falinn til kristilegrar
sálgæzlu, var kona ein, Guðríðr Símonardóttir að nafni,
vel gefin og álitleg. Hafði lienni verið rænt úr Vest-
mannaeyjum, en þar var hún áðr manni gefin. Brátt
fékk Hallgrímr sterka ást á konunni, og var hún honum
þó sextán árum eldri. Astar-æfintýr þeirra varð að
syndsamlegu slysi, því eiginmaðr Guðríðar var enn á
lífi, og um fráfall lians fréttu þau ekki fyrr en á næsta
ári eftir það, er þau voru komin til íslands og höfðu átt
barn sarnan. Þau giftust reyndar þar svo fljótt sem
þeim var unnt, og varð sambúð þeirra við það ekki lengr
borgaralegum lögum ósamkvæm; en brotið, er þau höfðu
gjört sig sek í að guðs lögum, varð þeim sennilega báð-
um, honum að minnsta kosti, frábær sársauki. Blettr
var fallinn á mannorð þeirra, og í augum Hallgríms hefir
það naumast neitt hið minnsta dregið úr sektarþungan-
um, þótt íslenzkt þjóðlíf á þeirri öld moraði af samskon-
ar siðferðisbrotum og öðrum miklu stœrri. Búhokr
höfðu þau lijón um þessar mundir í koti einu mjög au-