Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1914, Page 8

Sameiningin - 01.03.1914, Page 8
4 virðilegu á Suðrnesjum í nánd við Keflavíkr-kauptún og lifðu í mestu örbirgð. Skiljanlegt er, að Hallgrímr hafi þá fundið til þess, að liann í þessum volæðiskjörum sínum var staddr í sporum sonarins glataða í dœmisögu frels- arans (í 15. kap. Lúk.). Og myndi þá ekki ólíklegt, að út- af þessu síðasta skakkafalli, sem liann liafði bakað sér sjálfr, liafi upp fyrir honum rifjazt endrminning þess, sem af honum kann að hafa verið misgjört forðum á œskulieimili lians og valdið því að liann varð svo að kalla að flýja þaðan langa leið burt frá föðurlandi sínu. 14. Passíusálmr er orktr út-af hæðninni grimmi- legu, sem þrælar œðsta prestsins létu dynja yfir frelsar- ann nóttina milli skírdags og föstudagsins langa. Þar kemr fyrir syndajátning af liálfu höfundarins — mjög persónuleg. Og getr svo virzt, að þar blasi við oss hið tvöfalda syndafall, sem nú liefir með fám orðum verið gjört að umtalsefni. Vér tilfœrum hér þrjú vers úr sálminum, og verðr það, er liann varar alla svo sterklega við í fyrsta versinu, út-í æsar skiljanlegt, ef það er satt, sem snemma kornst inn-í þjóðtrú Islands, að hann hafi í œsku misbeitt frábæru atgjörvi sínu til hæðni og illmæla. „Ókenndum þér, þótt aumr sé, aldrei tillegg þú háð né spé; þú veizt ei, hvern þú hittir þar, heldr en þessir Gyðingar. „Sjálfan slær mig nú hjartað hart, hef eg án efa mikinn part af svoddan illsku ástundað, auðmjúklega eg játa það. „Sáð lief eg niðr synda rót, svívirðing mín er mörg og Ijót; uppskeru-tímann óttast eg, angrast því sálin næsta mjög.“ * * * Hér verða stór kapítula-skifti í æfisögu Hallgríms Pétrssonar. Pramhjá tímaniótunum, er þá koma fyrir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.