Sameiningin - 01.03.1914, Síða 24
20
„Opnaöi sjóðinn sinn
sonr guös,: Jesus minn,
húðstrýktr, kvalinn, krýndr,
á krossi til (lauSá píndr."—-X\’I i., 15.
„BlóSropar duhdii j)ár,. :
dýrasta gjald það var,
keyptan akr því eigum,:
óhræddir deyja megum.“—-XVII. 16,
, „Bölvun mér vfir höfði hékk,
hótuð í lögmáls bræði,
en Jesús hana undir gekk,
svo aftr eg hlcssun næði*'—XXI\\, 7.
„Blóðskuld, og hölvun mína
burt tók guðs sonar pína.“—XXV., 9.
Út-af ummælum Krists um visna tréð og grœna tréð
yrkir H. P. 32. sálminn. Mannkynið er visið tré, sem
upp á að liöggva, en Jesús tekr á sig mannlegt hold,
og gafst þá visinni eikinni vökvun, svo hún fékk endr-
lifnað:
„Saklaus því leið liann sorg og háð,
syndugt mannkyn svo fengi náð;
hið grœna tréö var hrakið og hrist,
héraf það visna blómgaÖist.“—XXXIL, 13.
Allr 33. sálmrinn er átakanleg lýsing á þeim marg-
földu kvölum, sem Kristr leið í vorn stað meðan kross-
festingin fór fram.
öll atriði friðþægingar-kenningarinnar eru tekin
fram í 8. versi 36. sálmsins:
„Nakinn á krossi hékkstu hér,
herra minn guð og mann!
Fullnaðarborgun fengin er
fyrir mig syndugan;
þá fórn drottinn og sál mín sér,
sú gleðst, en blíðkast hann.“
43. sálmrinn, út-af sjötta orðinu á krossinum, er
meistaraleg lýsing á kröfu lögmálsins, sem ekki gjörir
sig ásátt með neitt annað en alfullkomið réttlæti, og því
hvernig Jesús tók á sig kröfu lögmálsins 0g fram bar
fullkomið réttlæti í mannsins stað.