Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 26
22
því Jesús það föðursins orðiS er,
sem allt með sínum krafti ber,
flatr hlaut þó að falla þar,
þá fyrir mig bar hann syndirnar."—II., 13, 14.
Friðleysi sekrar sálar er átakanlega lýst:
„Hvorki verðr til huggunar
himinn, jörð, ljós né skepnurnar;
án guðs náðar er allt um kring
eymd, mœða, kvöl og fordœming."—III., 4.
„Forskuldað hafði’ eg fyrir það
flóttamaðr að heita
til heljar reita,“—IX., 4.
„í dauðans myrkrum eg dœmdr þræll
dragast átti til pínu,“—IX., 8.
Sálmrinn út-af iðrun Pétrs (xii.) er lireinasta snilld.
Áklögun samvizkunnar er lianagalið fyrra, en lögmál
guðs er liið annað hanagal. Hvorttveggja „slær og lemr“
syndugan mann, en fær ekki lijálpað lionum til yfirbótar.
Augnatillit Jesú merkir lieilagan anda, sem einn getr
verkað sanna iðrun í lijarta mannsins. Það er því ekki
í sjálfsvald sett, lieldr á maðr það undir guðs náð, hvort
maðr iðrazt geti. En gefi guð manni náð til að iðrast, þá
er samt allt ónýtt, nema því aðeins, að maðrinn afleggi
syndina — gangi út-úr syndasalnum. Sálmr þessi er
skínandi perla einnig frá sjónarmiði listarinnar.
Á þessa leið talar H. P. við sálu sína um syndina í
25. sálminum, 7. v.:
„Með blóðskuld og bölvun stranga,
beiskum reyrð kvalahnút,
áttum við greitt að ganga
frá guðs náð rekin út,
hrakin í heljar sút,
íklædd forsmánar flíkum,
fráskúfuð drottni ríkum,
nakin og niðrlút.“
Of langt yrði hér upp að telja það allt, er liljóðar
um syndina og sársaukann, sem lienni ávallt fylgir. Iðr-
unar-andvörp sálarinnar lieyrast svo að segja í liverri
línu. 1 þessu efni skal þó sérstaklega bent á eftirfylgj-
andi staði lesendum til íhugunar: 14. sálmr, 20. og 21.