Sameiningin - 01.03.1914, Page 34
3°
hami kemr að fagnaðarefninii í 15. versinu, og sagt með
honum:
„Hjartans gleöi og huggun traust
hér gefst þér, sál mín! efalaust.
Það gjalcl fyrir mina misgjörS
er meira vert en himinn og jörð;
hans sorg, skjálfti og hjartans pín
hjá guði er eilíf kvittan mín.“
Þarna syng eg um mína eigin sáluhjálp með skáldinu.
Þýðing orðanna getr ekki farið framhjá mér, sökum
þess þau eru lögð mér í munn og eg tala þau eða syng
einsog frá eigin brjósti. Setjum nú svo, að orðin væri
öll stýluð til annarra. Látum efnið vera það sama og
hér er, um synd mannanna, um náð guðs og frelsið fyrir
heilagan fórnardauða guðs sonar. Það er ekki lengr
eg, sem finn til synda minna, né heldr eg, sem Jesús bar
fyrir syndirnar, og þá heldr eklci eg, sem gleðst yfir því
að synd mín er borguð og eg er í sátt við guð. Maðrinn
við hliðina á mér getr ef til vill sungið þetta allt um mig,
og vafalaust um einliverja aðra en sjálfan sig, og ef til
vill um alla aðra en sig sjálfan. Eg aftr á móti syng
það um hann og aðra, og mér kemr varla til hugar, að
þetta eigi á nokkurn hátt við mig. Þannig getr það geng-
ið koll af kolli. Söfnuðrinn í heild sinni getr sungið
hinar sterkustu og spaklegustu áminningar til annarra,
án þess að taka þær um leið að neinu minnsta leyti til
sín. TJm þetta þarf ekki að fjölyrða. Munrinn er auð-
sær. Undarlegt, hve mjög íslenzk sálmaskáld hafa
tamið sér að stýla áminningar og framsetning trúar-
sanninda til annarra, en sneitt þar á móti hjá að syngja
um sama efni beint út-úr eiginni reynslu, persónulega og
í eigin nafni. Margr gull-fallegr sálmrinn missir að
miklu leyti gildi sitt og þýðing fyrir það, að þar stendr
fornafn annarrar persónu sem fornafn fyrstu persónu
ætti að Vera. Fyrir „þú“, „þig“, „þín“, „þinn<£ o.s.frv.
hefði átt að vera „eg“, „mig“, „mín“, „minn“.
Mjög skýrt og ákveðið kemr frelsisvissa séra Hall-
gríms fram í versunum, sem eru 194. sálmrinn í sálma-
bók vorri, tekin úr 27. Passíusálminum, þessum sérstak-
lega: