Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 35

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 35
3i „Ó, Jeú! þaS er játning mín: jeg mun um sí'ðir njóta þín, þegar þú, dýrSar drottinn minn! dómstól í skýjum setr þinn. „FrelsaSr kem eg fyrir þinn dóm, fagna'Sar sælan heyri’ eg róm, 1 þinu nafni útvaldir útvalinn kalla mig hjá sér.“ Hér er engin óvissa eða trúarlega reikandi ráð. Skáldið ekki aðeins vonar, að hann muni frelsast, heldr veit hann það, — veit það eins greinilega og maðr veit það, sem maðr heyrir og sér. Hann veit, að hann er út- valinn, veit, að hann kemr frelsaðr fyrir dóm drottins Jesú. Guð hefir með heilögum anda sínum glatt hann og styrkt með þessarri fullvissu, og svo verðr hann, þrí- einum, heilögum guði til lofs og dýrðar, að vitna um þetta fyrir heiminum. 0g vitnisburðrinn verðr engin nauðungarskylda né pínandi þrældómsok, heldr hrýzt hann út í lifandi og kröftugum sigrsöng, og verðr þar- með indælt hlutverk, sem skáldið með ánœgju innir af hendi. Það er einmitt þessi örugga frelsisvissa, sem vér allir þúrfum að hafa. Raunar trúi eg því, að margir— líklega mjög margir—frelsist, þó þeir ekki hafi algjöra vissu'um það fyrirfram. Allir, sem þiggja heilt og ein- dregið guðs náð í Jesú Kristi, frelsast, hvað svo sem frelsisvissu hvers einstaklings kann að líða. Á því getr enginn vafi verið. En hitt er líka jafn-áreiðanlegt, enda styðst við reynslu, að þeir einir eru glaðir í guði og eiga verulegt fagnaðarefni í trú sinni, sem komizt hafa fram-úr þoku og dimmu efa og hjátrúar, og inn-í ljós al- gjörrar vissu um náð guðs. Þá fyrst er kristindómrinn orðinn manni það, sem hann er í sjálfu sér —- fagnaðar- erindi —, þegar maðr veit, að maðr á sjálfr fullkomið frelsi og eilíft líf í Jesú Kristi. Það er tiltölulega ekki mikið af þessum pgrsónulegu vitnisburðum í íslenzkum sálmaskáldskap, svo það er gleðilegt að sjá, hve sterkt einkenni þetta er á sálmaskáldskap Hallgríms Pétrsson- ar. Því maðr á að vita þetta; á að vita, að maðr á sálu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.