Sameiningin - 01.03.1914, Page 44
40
þegar skáldið rœddi uru þessi efni með sínum einkennilega
krafti. Og það var sjálfsagt alvaran í sálmum þessum
fremr öllu öðru, sem gjörði þá svo minnisstœða, að þeir
hafa aldrei getað gleymzt oss til fulls, heldr hafa vers úr
þeim, sem vér lærðum í œsku, hvað eftir annað þrengt sér
inn-í huga vorn á andvaraleysis-tímum lífs vors, opnað
fyrir oss œðra heim, sem var orðinn liulinn sjónum vorum,
og fœrt oss aftr heilaga, barnslega lotning og trúargleði,
sem vér ef til vill liugðum löngu glataða fyrir fullt og allt.
Sannarlega höfum vér ástœðu til að þakka guði fyrir fræ-
korn þau, sem forðum festu rœtr í lijörtum vorum á föstu-
kvöldunum íslenzku, þegar vér sungurn Passíusálmana.
*
* *
Vér ættum að þakka guði oftar en vér gjörum fyrir
alla þá ágætismenn, sem þjóð vor hefir átt. Frá þeim
er kominn mestr hluti þjóðar-arfs vors. Þeir hafa gjört
tungu feðra vorra ódauðlega; þeir hafa endrreist hana á
síðustu öld. Þeir hafa barizt fyrir velferð þjóðar vorrar,
leitt hana við hönd sér, leitazt við að manna liana, firra
hana ógæfu, grœða sár hennar og bera blak af henni.
Það, sem þjóð vor á, það á liún, næst guði sjálfum, þessum
mönnum að þakka. En rneðal allra þeirra ágætis-manna,
sem þjóð vor hefir átt, er enginn, sem eins mikil og góð
áhrif hefir haft á íslenzk barnshjörtu, enginn, sem á eins
mikið í hjörtum vorum jafnvel nú á fullorðinsárunum,
enginn, sem veitt getr oss annað eins lið á banabeð vor-
um, eins og sálmaskáldið Hallgrímr Pétrsson. Sannar-
lega höfum vér ástœðu til að þakka guði fyrir hann og
verk hans.
-------o------
Söngvit Hallgríms Pétrssonar.
Eftir séra N. Steingrím porláksson.
Þegar ritstjóri „Sam.“ bað mig, einsog hina presta
kirkjufélagsins, að rita eitthvað um Hallgrím Pétrsson í
Marz-blað „Sam.‘ ‘, þá lofaði eg því; en var í vandræðum
með að vita um, hvað sérstaklega lionum viðvíkjandi, af
því mér var alls ókunnugt um, hvað hinir myndi gjöra.