Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 46

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 46
42 eigi ekki við. Það sýnir, hve gott söngvit hann hefir haft. Alit þetta á H. P. rýrist ekki neitt við það, þótt oss nú, sem vanizt höfum öðru í þeim efnum en fólk þá, finn- ist sum lögin, er liann liefir valið, ekki vel falleg, jafnvel óviðkunnanleg, og eigum bágt með að svngja þau oss til uppbyggingar—finnist þau skemmi góða sálma. Mennirnir eru svo mjög vaninn nú einsog áðr, bæði í söng og öðru. Fólk á dögum H. P. hafði vanizt þessum lögum. Vér ekki eins — sumum þeirra; en vanizt aftr öðru verra. Svo er líka þess að gæta, að vér syngjum ekki þessi „óviðkunnanlegu“ lög nú eins og þau voru sungin á dögum H. P. Þau hafa verið skenrmd. Og ekki er ólíklegt, að vér kvnnum betr við þau, ef vér lærðum þau einsog þau voru sungin þá. Betri lög en þau finnst mér samt vér þyrftum og' ættum að eignast. Og væri það verkefni fyrir íslenzka lagsmiði. En vandi er hér vel að gjöra. Ekki nóg að vera söngfrœðingr og eiga gáfu til þess að yrkja lÖg. Anda Hallgríms Pétrssonar þarf líka að eiga. Og hann eignast enginn með ráni. Hallgrímr Pétrsson (1614—1914.) Skálda vorra þú skáldið bezt! með skærasta ljós í hjarta, landi voru þrí lýstir mest með ljósinu þínu bjarta— ljósi þíns lifanda hjarta. Hjarta vort syngr þér söng um daga og nætr. söng, er sem lagboði lifir hjartans við rœtr. Tekið hefirð’ og tekr oss enn, með tökunum þinna liljóma, tökum sterkar’ en taka menn, með tildri er lof sitt róma— töfrandi orðsnilld tóma. J

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.