Sameiningin - 01.07.1914, Side 33
145
Tnælskari en nokkur orö. Dauði hans og pína er áhrifameira en
nokkuö, sem hann sagöi um synclina. En frá öllu þessu hlaut að
vera skýrt af öörum en honum sjálfum. Hve hæpið því, aö draga
fjöður yfir nokkurn drátt í mynd hans, og segja, aö i þvi sé enginn
boðskapur.
Um fram alt ber þó að muna, að leiö skilningsins ein er ekki full-
nægjandi til að meta réttilega Krist og boðskap hans. Afstaöa vor
af honum í lífinu kemur til greina. Frásaga er til um mann, er
kom til Frúarkirkju í Kaupmannahöfn til að sjá Krists-myndastytt-
una frægu eftir listamanninn Thorvaldsen. Maðurinn. hafði gert
sér miklar vonir; og í bili fanst honum, er hann sá myndina, að þær
ekki rætast. Unglingsmaður, er var viðstaddur, sá inn í huga hans,
og segir: Krjúpið þér niður, ef þér viljiö njóta myndarinnar.
Hann aöhyltist það ráö, og þá sá hann í ásjónu Krists þaö, sem gagn-
tók huga hans. Eflaust er það líka aðalskilyrðið fyrir því, að meta
hina sönnu Kristsmynd, aö nálgast hann með tilbiðjandi lotningu.
o
Brindi flutt á kirkjuþingi að Gitnli þ. 29- Júní 1914.
El'tir séra Jóliann Bjainason.
Svo sem vel er kunnugt, eru til í líkama mannsins tvö allsherjar-
nli. sem berjast um völd eða yfirráð. Annað er afl dauðans, hitt er
afl lífsins. Annað rífur niður, hitt byggir upp. Þegar afl lífsins er
miklum mun ríkara en afl dauðans í sama líkamanum, þá er þar
venjulega heilbrigði og enda framför. Veröi öfl þessi hvcrt öðru
jafnt. er ekki lengur um framför að ræöa, heldur um algera kyrr-
stöðu, manninum fer þá hvorki fram né aftur. En fái svo afl eyöi-
leggingarinnar, eða dauöans, yfirhöndina, fer jafn harðan afturför
í hönd; manninum fer þá hnignandi, annað hvort seint og hægt, eða
þá óðfluga og meö hraða. Heldur þessu þá venjulega áfram þar til
takmarki dauðans er fyllilega náð, nema svo sé, að takist í tíma að
nota þau bjargráð, er hjálpi lifsaflinu til þess aftur að fá yfirhönd-
ina og maðurinn komist til heilsu á ný. Er slíkt allsherjar lögmál
svo vel kunnugt, að um það þarf ekki að fjölyrða.
Samskonar lögmáv1 virðist ráða í líkama þjóðfélagsins, hvar sem
er á jörðinni og á hvaða tíma sem er. Þjóðfélagslíkami getur verið
heilbrigður eða sjúkur, á framfaraskeiði eða í afturför, eða staðið í
stað, rétt eins og mannlegur líkami hvers einstaklings getur verið í
þessu mismunandi ásigkomulagi. Þegar þjóðirnar fara rétt að, lifa
eftir því lögmáli, sem þeim er sett, liður þeim vel og þjóðfélagslík-
aminn er við góða heilsu- En fari þær rangt að, lifi gagnstætt ýms-
um mikilsvarðandi lífsregium, fer líðan þeirra óðar versnandi og