Sameiningin - 01.07.1914, Side 60
172
NokkuS var rætt um viðhald íslenzkrar tungu hjá æskulýðnum,
og lagði séra Guttor.mur Guttormsson það mál fyrir þingið. Æski-
legt taldi hann, að Bandalögin gengust fyrir íslenzku-kenslu, e'ns
og sumstaðar hefði verið gjört. Var séra Guttormi falið að leið-
beina Bandalögunum í því efni á komanda ári.
Á það var minst, að séra Friðrik Friðriksson hefir í hyggju að
gefa út nýtt sálmakver til notkunar fyrir kristilegu ungmennafélögin
á íslandi, og kom til tals, að hyggilegt gæti verið fyrir Bandalögin að
fá að vera i samvinnu með þá útgáfu að einhverju leyti, en ekkert
var samt fastráðið í því efni.
Einnig kom það til tals, að hyggilegt myndi vera fyrir Banda-
lögin að gangast fyrir stofnun kristilegs félagsskapar meðal ófermdra
unglinga, er yrðu nokkurskonar yngri deildir Bandalaganna; myndi
það bæði verða til uppbyggingar fyrir börnin, og um leið yrði það
þeim hvöt til þess að taka seinna þátt í Bandalagsstarfinu. Á það
mál .verður seinna aftur minst í þessarri deild blaðsins.
Næsta þing var ákveðið að halda að ári í sambandi við kirkju-
þingið, sem verður i Winnipeg hjá Fyrsta lút. söfnuði; en jafnframt
var eindregið óskað eftir því, að til þingsins gæti fengist nokkuð ríf-
legri tími en verið hefir, helzt seinni hluti dags allur og kveld.
Síðari fundurinn var haldinn kl. 8 að kveldi. Þá flutti séra
Friðrik Friðriksson, sem var heiðursgestur þingsins, erindi. Hann
hefir í vetur og vor heimsótt Bandalögin i íslenzku söfnuðunum í
Minnesota, Norður Dakota, Winnipeg og Argyle-bygð, og dvöl hans
á þessum stöðum öllum orðið Bandalögunum og söfnuðunum til mik-
illar ánægju og blessunar. Hann benti á það, er honum hafði helzt
fundist ábótavant í félagsstarfinu, og gaf ýmsar ráðleggingar því
viðvíkjandi. Hann flutti einnig bróðurkveðju frá félögunum heima
á íslandi- — Urðu allmikar umræður út af erindi hans, og sömuleiðis
svaraði hann spurningum, er fyrir hann voru lagðar.
Var þessi fundur uppbyggilegur mjög og ánægjulegur í alla
staði, og svo vel var hann sóttur. að tekið var hvert sæti í kirkjunni.
Söngflokkur Gimli-safnaðar söng kórsöng og O. Anderson frá
Baldur einsöng.
Þinginu var slitið kl .lOý^ e.h. með sálmasöng og bænagjörð, er
séra Fr. Friðriksson stýrði.
Frá Austurlöndum.
K.F.U.M. í Kína.—í Chengtu í Kína vestariega er Kristilegt fé-
lag ungra manna að koma sér upp félagshúsi, og hafin fjársöfnun til
þess fyrirtækis' Á aðfangadag jóla síðastliðinn var safnað tæpum
38 þúsundum dollara af þeim 50 þúsundum, sem átti að safna. Eftir-
tektavert er, að landstjórinn í því héraði og yfirmaður herliðsins þar