Sameiningin - 01.07.1914, Blaðsíða 55
167
nefndir, sem aÖ meira eða minna leyti er ætlað að aðstoða
prestinn í starfi lians.
En liér eru þá líka ýmsir örðugleikar, sem ekki var
rm að ræða á íslandi, nema þá í stærri kauptúnunum.
Einn af þeim örðugleikum er hið lausa innbyrðis sam-
band heimilanna hér, sem aðallega orsakast af þéttu ná-
býli og þar af leiðandi fjölbreyttu félags- og skemtana-
lífi, sem aftur kveykir óslökkvandi þrá eftir nýbreytni og
gleðskap. Kirkjan hefir liér ærið starf, að hlúa að inn-
hyrðis-festu og einingar-anda á heimilinu. Kirkjan á
mörg' fögur blóm, sem dafna bezt í skauti heimilisins.
Ifún á lfka mörg frækorn, sem þroskast bezt í akurreit
lieimilisins. Það er skylda kirkjunnar að gróðursetja á
lieimilinu alt það fegursta og bezta, sem húu hefir að
bjóða. Það er og hennar skylda, að hlúa að og vekja til
lífsins alt liið göfugasta og hreinasta, sem til er á heimil-
inu, og styrkj það til að yfirbuga hið illa.
Til þessa veit eg enga aðferð fietri en hugmynd þá,
er lá til grundvallar fyrir húsvitjaninni í íslenzkn kirkj-
unni lieima. Þar sem prestur er öllu heimilinu ætíð kær-
kominn vinur og bróðir, hvernig sem á stendur högum
heimilisins, þar fer varla lijá því, að afstaða kirkjunnar
.gagJivart heimilinu sé eins náin og verða má.
Erindin frá kirkjuþinginu.
Það liefir ávalt tíðkast lijá oss, að fluttir hafa ver-
ið fyrirlestrar á kirkjuþingum um kirkjuleg áhugamál.
Sum þau erindi liafa á undanförnum árum vakið mikla
eftirtekt beggja megin liafs. Þeir, sem tekið hafa að
sér að semja og flvtja þau erndi, liafa lagt á sig mikla
vinnu, því reynt hefir verið að vanda til þeirra sem bezt.
En ekki er takmarki fyrirlestranna náð um leið og búið
er að fltvja ])á á kirkjuþings-staðnum. Þeim er ætlað að
ná til Islendinga víðsvegar út um bygðirnar, sérstaklega
til alls safnaða-lýðs. Fyrirlestrarnir hafa því verið
prentaðir í tímaritum, nú síðustu árin í “Sam.”, og fá