Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 45

Sameiningin - 01.07.1914, Page 45
157 ekki hræddur við nokkra hliS þess. Það eina, sem eg óttast, er fram- kvæmdarleysi. Vona þó, aS til þess þurfi ekki aS koma. Látum oss byrja á þessarri bjargráða-starfsemi sem allra fyrst, í ful'u trausti þess, að guð muni gefa þeim þjónum sínum, sem hann hefir blessað með jarðneskum efnum og auðæfum, þá náð að taka upp á sig þær byrðar, sem starfinu verða samferða. Starfsemin verður drottins og hann mun sjá henni borgið. Vilji samt enn einhver eða einhverjir hafa á móti svona bjargráða-starfsemi, vildi eg helzt að þeim væru gefin slík svör og Kitchener lávarður, sá mikli grjótpáll Breta, ga'f undirforingja einum í hernum, er kom til hans og skýrði með mikilli nákvæmni frá ástæðum fyrir því, að hann hefði ekki frarn fylgt skipun nokkurri, er Kitchener hafði gefið honum. Undirfor- inginn þóttist viss um að hafa gert rétt í að óhlýðnast skipuninni og færði fram margar og sterkar ástæður. Kitchener hlustaði á mál hans með mestu ró og stillingu, og er undirforinginn hafði lokið máli sínu, segir hershöfðinginn með mestu hægð: “Ástæður yðar fyrir að óhlýðnast skipaninni, eru hreint ágætar, þær eru hinar beztu. sem eg hefi nokkurn tíma heyrt; en farið nú og gerið tafarlaust eins og eg hefi boðið yður.” Undirforinginn fór, framkvæmdi skipan yfir- foringjans, og sem vænta mátti reyndist hún hafa verið á góðurn rökum bygð. Eg vil að vér förum líkt að með sjálfa oss og Kitch- ener fór með starfsbróður sinn og aðstoðarmann. Þegar vér erum búnir að færa fram allar ástæður, sem oss geta hugsast. gegn því að svona starfsemi sé hafin, vil eg að vér segjum eitthvað líkt þessu við sjálfa oss: “Ástæðurnar á móti því að vinna svona verk, taka upp þessa bjargráða-starfsemi, eru sjálfsagt margar og sterkar, en látum oss samt í drottins nafni fara af stað með þetta verk og reyna til fullnustu-” Munum vér þá finna, að þó ástæðurnar á móti þessarri starfsemi virtust vera æði sterkar, að þá verða ástæðurnar með henni margfalt sterkari, svo miklu sterkari, að hinar gagnstæðu verða í samanburði við þær sem alveg hverfandi Helzt vil eg, að vér lítum á þetta mál sem skyldu. Kirkjufélag vort hefir hér meðal vor Vestur-íslendinga málefni euðs með hönd- um. Til allra landa vorra hér á það að ná með náðarboðskap Jesú Krists. Með engu móti getur þetta fyllilega orðið, nema með því að snúa sér að heimilunum. Inn á heimilin verðum vér því að fara. Náðarboðskapinn verðum vér þar að boða. Felurn síðan guði árangurinn og vér munum komast að raun um, að hann verður meiri en vér höfum jafnvel nokkurn tíma þorað að vona. Varast skyldum vér sem heitan eld, að svíkjast um að gera skyldu vora. Rotnun og andleg visnan legst í blóð. æðar, bein og merg þess einstaklings, sem sí og æ gengur gegn því, sem hann veit að er rétt og satt. Alveg sarna á heima um hvert félag sem er. Við- gangur þess og nytsemi er undir því komin, að það geri skyldu sína. Það eru ekki lítil sannindi í því. sem ágætismaðurinn John Ruskin segir einhversstaðar: “í hvert sinn, sem vér vanrækjum einhveria skyldu, byrgjast fyrir oss einhver sannindi, sem vér áttum að þekkja.”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.