Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1914, Page 63

Sameiningin - 01.07.1914, Page 63
/ 175 X. Innganga og úrsögn. — Bandalög geta gengið í félagið á árs'þingum þess. Skulu þau leggja fram skriflega beiðni um inn- göngu ásamt eftirriti af lögum sínum, og atkvæði síðan greidd um inngöngubeiðnina. Ef eitthvert Bandalag vill segja sig úr félaginu, þá skal það til- kynna forseta það skriflega, og gjöra um leið grein fyrir ástæðum. XI. Lagabreytingar. — Grundvallarlögum þessum má breyta á ársþingum. Er breytingartillaga samþykt, ef ^ þeirra, er mætt 'hafa á þingi, greiða atkvæði með henni, þó því að eins, að hún hafi verið borin upp á næsta þingi á undan. -------O-------- Drengur og liuntiur. Maður, drengur og hundur gengu yfir brú. Maðurinn sparkaði \ hundinn. Hundurinn gelti. Drengurinn nam staðar. “Hvers vegna ert þú að sparka í nundinn?” spurði hann. “Kvikindið er að elta mig og mig varðar ekkert um hann,” svar- aði maðurinn harðneskjulega. “Sumir hundar eru betri en sumir menn,” svaraði drengurinn aftur. Drengurinn og hundurinn horfðust í augu og skildu hvor annan. Hundurinn dillaði rófunni og þefaði af skóm drengsins, en drengur- inn klappaði honum. “Kom þú með mér,” sagði drengurinn; “sumir menn vita ekki, hve mikið er varið i hund.” Drengurinn klappaði hvolpinum aftur ,og hvolpurinn dillaði aftur rófunni, og svo urðu þeir samferða þaðan. Þeir urðu mjög samrýndir er á leið og kom mæta vel saman. Hvolpurinn óx og varð stór og sterkur og fallegur hundur, og mllsstaðar fylgdi hann húsbónda sínum, hvar sem hann fór. Það var eins og hvorugur gæti án annars verið. Réttum tveim árurn eftir að fundum þeirra bar saman, voru þeir báðir, pilturinn og hundurinn hans, staddir á sömu brúnni. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn að skemta sér og lá vel á öllum. Alt í einu heyrðist mikill brestur. Brúin þoldi ekki þennan mikla rnann- fjölda og hún brotnaði og alt, sem á henni var, hrapaði niður í ána. Fólkið æpti og hamaðist að losna úr þrönginni og bjarga sér, hver sem betur gat. Það var eins og allir ætluðu að tryllast Þeir, sem á ár- bökkunum voru, seildust eftir þeim sem næstir voru, og hjálpuðu þeim að komast upp úr vatninu; suniir óðu út í ána, til að bjarga. En þar sem dýpst var, riðluðust menn hver um annan og nokkrir drukknuðu. Þeir félagar höfðu orðið viðskila, þegar brúin hrapaði, og piltur- inn var meðvitundarlaus í þvögunni úti í miðri ánni. Hundurinn æddi fram og aftur á sundi að leita að vini sínurn; loksins fann hann hann, beit í treyjuna hans og synti með hann til lands. Þar voru góðinmenn fyrir, sem tóku á móti piltinum meðvitund- -arlausum og báru hann heim. Þegar hann raknaði við aftur, lá hann í rúmi sínu; foreldrar hans

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.