Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1914, Side 62

Sameiningin - 01.07.1914, Side 62
174 lífs hjá unga fólkinu; (2) að hafa til meðferðar sameiginleg mál þeirra á þingum sínum og fyrir milligöngu nefnda, sem kosnar eru á þingum; (3) að sjá um, að ný Bandalög séu stofnuð sem víðast innan safnaða kirkjufélagsins, þar sem því verður við komið. III. Trúarjátning■ — Trúarjátning félagsins er hin sama og Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. IV- Meðlimir. — Öll Bandalög innan safnaða kirkjufélagsins geta orðið meðlimir þessa sambandsfélags með því að samþykkja þessi grundvallarlög. En ekkert má vera í löguni þeirra, er komi í hága við þau. Skal hvert Bandalag skylt til þess, að leggja fram eftirrit af lögurn sínum, er það beiðist inngöngu. V. Funáir. — Félagið heldur þing einu sinni á ári á þeim stað og tíma, sem næsta þing á undan ákveður. Sæti á því þingi eiga erindrekar frá Bandalögunum, er því til- heyra, og má hvert Bandalag senda einn erindreka fyrir hverja 25 meðlimi, en fleiri en fjóra erindreka rná ekkert Bandalag senda. Skulu erindrekar leggja fram kjörbréf. Prestar kirkjufélagsins og embættismenn hafa full erindreka- réttindi á þinguni- Sömuleiðis hafa allir aðrir kirkjuþingsmenn málfrelsi, þegar þing er haldið í sambandi við kirkjuþing. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum allra mála á þingum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. VI. Embccttismenn. — Embættismenn félagsins eru: forsen, skrifari og féhirðir. Vara-embættismenn skulu einr.ig kosnir, er gegni störfum hinna í forföllum þeirra. Skulu þeir kosnir á ársþingum til eins árs, eða þangað til næsta ársþing er haldið. Kosning embættismanna fer frani eftir sömu reglurn og kosning embættismanna kirkjufélagsins. VII. Framkvœmdarncfnd. — Embættismennirnir þrír mynda framkvæmdarnefnd félagsins. Skal sú nefnd undirbúa mál þau, er koma eiga fyrir ársþing hvert, og sjá um framkvæmdir þeirra ákvæða, er samþykt eru á þing- um, nema öðrum hafi verið það sérstaklega falið. Hún skal einnig á hverju ársþingi, áður en embættismenn eru kosnir, leggja fram nákvætrar sk-rs " * '*■ .a • o Milliþinganefndir til þess að annast um sérstök mál. má einnig kjósa, og skulu þær leggja fram skriflegar skýrslur á ársþingum- VIII. Skýrslnr. — Hvert Bandalag skal ár hvert senda skrifara félagsins, undir eins eftir nýár, skýrslu um hag sinn og starf á síð- •astliðnu ári. IX. Gjöld. — Hvert Bandalag skal ár hvert senda féhirði fé- lagsins, undir eins eftir ný'ár, 10% af greiddum ársgjöldum meðlima sinna á síðastliðnu ári. Skal þeini sjóði varið til sameiginlegra mála Bandalaganna, eins og þingið ákveður.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.