Sameiningin - 01.07.1914, Side 42
154
ins. Nái sá kristindómur, sem innra fyrir er, að lifna og þroskast,
þá brýzt hann út í ýmiskonar starfsemi út á við. En að fólk komi
alment og undantekningarlaust undir þau áhrif, áhrif guðs anda. sem
ein af öllum öflum geta vakið kristindóminn hjá oss til nýs lífs, til
þess tel eg heimsókn á heimiHn, í guðs sáluhjálparerindum, eina
ráðið. Þaö er þaö stóra bjargráð, sem eg er sannfærður um að guð-
myndi blessa okkur ríkulega. Sem afleiðing af þessu aðal-bjargráði
kæmu mörg önur bjargráð eins og af sjálfu sér. Á sum þeirra hefi
eg þegar bent. Ýms önnur gætu og komið til greina þá tímar líða.
Bersýnilegt er það, bræður mínir og systur, að íslenzk kristni.
þarf lífgunar og viðreisnar við hið adra bráðasta. Afl eyðilegging-
arinn'ar og andlegs dauða hefir um Jangan aldur. og er enn, að á-
sækja kirkju vora. Áhrif þess dauða-afls eru með tvennu móti: Að
einu leyti þau, að einstaklingar lenda beinlínis og að öllu á vald þess
eyðanda og segja, annað hvort beinlínis eða óbeinlínis, sjálfa sig úr
fylking Krists og undan merki hans. Margir góðir menn og ágætar
konur eru meðal þeirra, sem þetta slys hefir hent. Að hinu levtinu
koma dauða-áhrifin fram meðal þeirra, sem enn heyra kirkjunni til,
en eru þar með lítið meira en hálfum hug, sökum óvissu þeirrar, sem
andastefna dauðans flytur hvarvetna með sér. Margt gott fólk er
einnig í þessum hóp. Öllu þessu fólki þarf að bjarga. Og björgun-
arverkið á að vera hafið og því haldið áfram jafnvel þó þeir, sem
bjarga skal, neiti fyrst í stað að þeim sé bjargað. Druknandi maður
berst stundum við þann, sem er að bjarga honum. Við sama má ó-
efað oft búast, þegar um sáluhjálplega björgun er að ræða.
Ekki vil eg að óreyndu hugsa mér að þér, sem á mig hlýðið nú,
séuð mótfallnir því að þetta bjargráð, sem eg hefi bent á, sé reynt.
Ber þó við, og það oft, að menn láta í orði vel yfir því, sem svo-
aldrei er reynt að koma í framkvæmd. Rekur mig minni til þess, a5
eg heyrði séra Odd sál. Gíslason, fyrir mörgum árum, þegar eg;
var drengur heima á Islandi, flytja fyrirlestur um bjargráð í sjávar-
háska. Erindið var tímabært og hið þafasta- Var að því gerður
hinn bezti rómur. Séra Oddur hafði þá í mörg ár verið formaður á
áttæring, jafnframt því sem hann var prestur á Stað i Grindavík'.
Hann var talinn snildar sjómaður og hugaður vel. Til sýnis hafði
hann áhöld nokkur, svo einföld og óbrotin, að allir, sem sáu þau einu
sinni, gátu búið sér þau til. Hvatti hann menn mjög til að búa þessi
áhöld til og reyna þau. Formenn og hásetar, sem þarna voru stadd-
ir, skoðuðu áhöldin og létu hið bezta yfir. Ekki einn einasti af
mönnum þessum, mér vitanlega, varð til að reyna þetta. Man eg
þó, að menn voru sérstaklega einróma í því, að lofa ágæti eins þessa
áhalds, sem voru sjópokar, er koma skyldu í stað grjóts fyrir kjöl-
festu í hvössu, þegar lítið væri um fisk, eða að menn væru að sigla
til miðs til fiskjar. Var það vel kunnugt öllum, sem þarna voru,
hve afar hættuleg grjót-“ballestin” er á siglingu, þegar rok er komið
og sjógangur svo mikill, að mögulegt er að skipið alt í einu því nær
fylli. Með slíkri grjót-kjölfestu hefir margt skipið sokkið í djúpið