Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 4
30
tímum, að sagnir þessar hafi lengi gengiÖ munmnælum
áður en þær voru skráðar.
Svar: (a) Það þykir sannað mál, að guðspjöllin
þrjú hafi verið skráð fyrir 70 e. Kr. og fjórða guðspjall-
ið um aldamótin fyrstu.
(b) A annarri öld eru guðspjöllin fjogur lesin við
guðsþjónustur, eins og rit gamla testamenrisins.
(c) Matteus, höfundur fyrsta guðspjallsins, og Jó-
hannes voru postular. Voru því færir um að segja frá
því, er þeir sáu og heyrðu. Markús var félagi Péturs
postula, enda er augljóst ættarmót með Markúsar guð-
spjalli og fyrra bréfi Péturs.
2. (a) Að önnur helgirit liafi verið uppi í kirkj-
unni um sama leyti og þau, sem nú eru í nýja testament-
inu, og (b) aðgreining liafi fyrst verið gerð á kirkju-
þinginu í Nikea með atkvæðagreiðslu.
Svar (a) Satt sagt frá.
(b) Þetta er blátt áfram ósatt, ef við það er átt, að
þá fyrst hafi kirkjan gert sér grein fyrir því. hvað væri
ekta og óekta.
Um aðra öldina alla er vitnað í þessi fjögur guð-
spjöll eða málsgreinar teknar upp úr þeim. Þetta gera
bæði kristnir menn og heiðnir.
Tatian (um 100), lærisveinn Justin Martyrs, ritar
Samliljóðan guðspjallanna. Hann tekur þar tillit til
guðspjalla vorra allra fjögurra og engra annarra.
Herakleon (uml60), Iieiðinn maður, lærisveinn Val-
entinusar gnóstíka foringja, ritaði “guðspjalla skýring-
ar,” til að sýna réttmæti gnostíka-kenninganna. Þau
fjögur guðspjöll, sem vér liöfum með höndum, eru þau,
sem liann vitnar í.
Ireneus (135—202) staðhæfir, að guðspjöllin ekta
séu fjögur, — hvorki fleiri né færri.
Er því auðséð, að þó ekki væri búið að samþykkja
]tað með atkvæðagreiðslu (sem varla var að búast við,
er kirkjan hafði ekkert fast skipulag), þá var kirkjan sér