Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 12
44 prívat-líf þeirra er gott, en breytni þeirra í opinbernm málum ill, andstyggileg, ger-rotin. Þeir eru dvgðugir og trúir eiginmenn, en gerspiltir stjórnmálamenn. Þeirn myndi ekki koma til hugar, að hleypa skammbyssuskoti á nokkurn mann, en þó sitja þeir á gróðafélags-fundum í Xew York eða Pliiladelphia, og greiða þar atkvæði með einhverju fjárglæfrabragð- inu, sem síðarmeir verður verkamanni að bana vestur á Kyrrahafs-strönd. ‘ ‘ Þeirn myndi ekki koma til hugar að bvrla þér eit- ur-drykk, en þeir selja þér sviknar vörur, sem verða mönnum að bana í þúsund mílna fjarlægð. Ef trú þín knýr þig ekki til að selja ósvikinn varning, þá er hún ekki skóþvengs-virði liér megin helvítis, hvorki í kirkju- bekknum né annars staðar. “Menn, sem ekki myndi til liugar koma að seilast ofan í vasa náunga síns með eigin fingrum, hika sér ekki við að stela úr vösum níutíu miljóna með fingrum ein- okunar sinnar eða rangfenginna verzlunar-hlunninda.” Því er miður, að tvískinnungur þessi í lífi manna mun eiga sér ættland víðar en í Ameríku. Nafntogaður rithöfundur frakkneskur, Larredan, fyr meir svarinn óvinur allra trúarbragða, liefir nýlega játað villu síns vegar í lieyranda hljóði, hvatt þjóðina til trúarlegs afturlivarfs, og látið birta játning þá í iielztu blöðum Frakka. Blaðið Lutheran birtir útdrátt úr þessarri yfirlýsing Larredans og er hún á þessa leið: “Eg hló að trúnni og þóttist vera vitur, en nú liefi eg enga ánægju af þeim kuldahlátri lengur, því eg sé Frakkland fljótandi í tárum og hlóði. Eg stóð við veg- inn og sá liermennina. Þeir gengu til móts við dauðann glaðir og öruggir. £Ilvar fáið þér þennan frið ?’ spurðí eg. Þeir hófu bænagjörð og svöruðu: £Vér trúum á Guð.’ Eg taldi saman alt það, sem fólkið lagði í sol- urnar, og sá, hvernig bænin veitti þeim stvrk til fóm- færslunnar. Þá gat eg skilið huggunina. sem í því ligg- ur, að þekkja eilíft föðurland, þar sem kærleikurimi skín, þegar vort jarðneska föðurland logar í hatri. En það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.