Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 14
40 ui\’ Helvíti ógnar mér ekki, en þe'ssi Imgsun liggur þungt á mér: Til er lifandi (íuð, og eg stend svo langt í burt frá honum. Mikillega mun sál mín fagna, þegar eg get kropið á kné og hrópað: ‘ Eg trúi á Guð, eg trúi, eg trúi!’ Það orð er morgun-söngur mannlífsins. Sá, sem ekki þekkir það orð, er enn þá í dimmu næturinnar.” Larredan þessi hefir auðsjáanlega komið auga á perlu kristinnar trúar. Vonandi tekst honum innan skamms, fyrir Guðs náð, að selja. alt sitt, og kaupa liana. Tákn tímanna koma víðar í ljós en í Kína. Fregn sú, sem hér fer á eftir, kemur frá trúboðs-svæði Pres- býtera á Indlandi: “Hundrað og fimtíu þúsund manns á Indlandi beið- ast nú inngöngu í kristna kirkju á svæði því, sem Öld- ungakirkjan sameinaða starfar á. Svo brýn er þörfin á verkamönnum, að erindrekar kirkjunnar eru nú að skíra fólk í þorpum, sem sóktu um að kómast í meðlima- hópinn fyrir tíu árum.” Alt ber að sama brunni. Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir. Örðugasta viðfangsefnið er nú ekki lengur það, að fá lieiðingjana til að taka trú, held- ur liitt, að fá kristna menn til að boða þeim trú. G. G. Raddir frá almenningi. Þótt tveir bréfkaflar, sem hér fara á eftir, séu frá "skóla- gengnum” mönnum, þá virðist mér varla rétt aS kalla bálk þennan ööru nafni. Þessi partur blaösins, á aS vera almenningur, þar seno allir kristnir menn, ef þeir hafa nokkuS uppbyggilegt meðferðis, eigi jafn-greitt aðgöngu; þar sem öllum sé gert jafnt undir höfðí; þar sem enginn sé talinn öðrum fremri, heldur verði allir jafnir í Kristi. Fyrir því verða engin nöfn birt, nema bréfritarinn ósiki þess. Þó skal þess getið, að bréfin eru flestöll frá leikmönnum, e*m sem komið er. Gleðilegt er að sjá, hvernig dýrmæti friðþægingar- lærdómsins er gert að umtalsefni á einhvern hátt í flestum bréftnn- um. Þess ber að gæta, að ekki var óskað eftir umræðum um nokk- urt sérstakt atriði trúarinnar. Þegar samtalið hneigist þannig eíns og ósjálfrátt að þessu hjarta-máli kristindómsins, þá er það deginum ljósara, að sá blessaði sannleikur skipar enn öndvegi i trúarreynslu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.