Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 26
58 KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Deild þcssa annast séra Kristlnn K. ólafsson. Árið 1911 voru 1284 ungir námsmenn á lúterskum skólum i Bandaríkjunum aS undirbúa sig til prestsstöðu. í fyrra v'oru á þeim skólum 1908 námsmenn, er sett höfðu sér prestskap sem augnamið. Er það gleðileg framför. Oft hefir það komið til umtals, að þörf væri á, að meira sam- band yrði á milli kirkjufélaganna lútersku í Ameríku en nú er, enda þótt ekki kæmist á fullkomin sameining að svo stöddu. Er þetta nú orðið til þess, að farið er alvarlega að reyna að koma á einhvers- konar lausu sambandi milli kirkjufélaganna (Federation). Formað- ur Ohio sýnódunnar hefir skrifað 64 lúterskum kirkjufélags-forset- um um þetta, og hafa 60 af þeim svarað og tjáð sig þessu hlynta. Héldu þessir formenn kirkjufélaganna fund með sér í Toledo, Ohio, þann 14. og 15. Apríl þ. á., til þess að hrinda þessu máli áfram, ef unt er. Á fundi lúterskra leikmanna úr ýmsum kirkjufélögum í landinu, er haldinn var í Washington, D. C., 22, Febrúr síðastl., kom til tals að stofna lúterskt bræðrafélag, sem um leið væri lífsábyrgðarfélag. 1 samsæti hátt-standandi lúterskra manna í sömu borg þann 5. Marz var málinu svo hrundið lengra á leiðis með þvi, að kosin var nefnd til að leggja til um fyrirkomulag félagsskaparins, og skora á leik- mennina lútersku að taka saman höndum um þetta mál. Knute Nelson og Asle J. Gronna, þingmenn i efri málstofu sambands- þingsins frá Minnesota og Norður Dakota, eru í þessarri nefnd. í sameinuðu kirkjunni norsku voru fluttar 1542 guðsþjónustur á ensku árið 1905. Árið 1912 voru í sama kirkjuféíagi fluttar 6,068 guðsþjónustur á ensku. Aö dagblöð séu gefin út á sunudögum, er svo algengt í Banda- ríkjunum, að mörgum mun ekki koma til hugar, að slíkar' blaðaút- gáfur geti átt erfitt uppdráttar annarstaðar. Fyrir nokkrum árum fóru ýms betri blöðin á Englandi að koma út á sunnudögum, en það fékk svo mikla mótspyrnu, að þau urðu að hætta við. Lundúna- blaðið Timcs gerði aftur tilraun í þessa átt, þá stríðið, sem nú stend- ur yfir, byrjaði, en fólk keypti ekki sunnudagsblaðið nóg til þess, að það gæti borið sig, svo útgáfa þess er hætt. The Gidcons, sem er félag kristinna farandsala ('commercial travelersj hafa unnið að því á liðnum árum að sjá um, að eintak af biblíunni sé í hverju herbergi i öllum gistihúsum landsins. Hefir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.