Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 30
62 “Taro san”, sagði hann, og röddin var harðneskjuleg, “líttu á ‘karfann, sem blaktir yfir húsi mínu. Eg fór snemma á fætur í morgun og festi hann þar til þess aS gjöra þér til geös. Líttu á hin húsin; þeir sem þar eiga heima eiga marga syni, sumir fjóra, sumir fimm; ef einn þeirra svíkst um að halda uppi heiðri ættar- innar, þá gjörir einhver annar bræðranna það. En eg á ekki nema þig einan. Þú verður að læra að vera hugrakkur og karlmannleg- ur. Þú mátt til að verða hermaður, Taro san”. Faðir hans fór frá honum og gekk inn í húsið. Aumingja litli Taro san fleygði sér niður í grasiS og grét. Tilhugsunin til þess, að •eiga aS yfirgefa skólann og bezta vin sinn og kennara, Dr. Camp- bell, kom honum til aS gleyma því, að það var hátíS og afmælis- dagurinn hans. Dögunum saman hafði hann verið aS hlakka til þess að verða fluttur upp í hærri hekk í skólanum, og á morgun stóS nú til að af því yrSi; — en þá var honum skipaS aS hætta viS alt saman. Svo fór hann aS hugsa urn þaS, sem honum hafði veriS kent um hinn mikla og máttuga Guð, sem alt megnaði að gjöra. Oft hafði Taro .san heyrt Dr. Campbell tilbiSja hann í trúboðskirkjunni, en sjálfur hafði hann aldrei tilbeSiS neinn annan guS en skurgoðin sem voru heima hjá honum og í hofinu. En nú bað hann þessa bæn: “Mikli GuS, hjálpa þú ntér til að verða hugrakkur og lát þú mig halda ■áfram aS sækja skólann hans Dr. Campbells”. En þá heyrði hann einhvern tala í lágum hljóðum fyrir utan garðinn. Hann leit við og sá tvo tnenn standa þar; en þeir sáu hann ekki, af því að hann lá á jörðinni á bak við trjárunna. Annar maSurinn sagði: “í kvöld, klukkan átta, rétt hinumegin við strætishornið þar sem búSin hans Matsumo garnla er. Allir verða úti að horfa á flugeldana, og það verSur hægðarleikur að Tíomast burt meS gimsteinana”. “TalaSu ekki svona hátt!” sagði hinn maðurinn, “einhver kann aS geta heyrt til þín. Þessir runnar hafa eyru”. Hinn snéri sér snögt viS og litaSist um. Taro san hélt niðri í sér andanum, því hann var hræddur urn aS þeir kvnnu að sjá sig. “Hér er ekki nokkur lifandi manneskja nálægt”, svaraði sá, sem fyr hafSi talað; “allir eru úti að glápa á þessa hlægilegu fiska. Þetta •er fyrirtak's dagur til að vinna verkið sem fyrir okkur liggur”. Taro san hlustaði á þetta tal fullur skelfingar. Hann vissi aS þessir menn hlutu aS vera ræningjar, og aS þeir ætluSu sér að ræna þá um kvöldiS búSina, sem Matsumo, vinur föSur hans, átti. í því bili datt fölnuS grein niSur úr runnanum rétt hjá honum. Mennirnir hrukku við og litu þangaS, og sáu drenginn. “Sagði eg þér ekki að runnarnir hérna hefSu eyru?” sagði •annar. “HvaS eigum við nú aS gjöra viS strákinn; ef hann segir frá ráSagerS okkar, þá er úti um okkur”. Taro san langaSi til aS kalla á föSur sinn; en mennirnir voru svo illilegir, aS hann var hræddur um aS þeir myndu þá drega sig.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.