Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 24
BÆKUK.
Sameiningin þakkar fyrir hina nýju þýzku bók Sonnentage,
eftir landa v'orn, kaþólska prestinn, séra Jón Sveinsson. ÞaS eru
endurminningar frá æskuárum höfundarins á fslandi, líkar þeim, er
áður höfðu birzt á dönsku. Sögur séra Jóns frá fslandi hafa fengiS
verðugt lof og mikla iitbreiðslu um Norðurlönd og Þýzkaland. Frá-
sögurnar eru einfaldar, eðlilegar og hjartanlegar og bera vott um
næma ást til ættlandsins gamla.
------o------
Bókasafni kirkjufélagsins hafa sendar verið tvær nýjar bækur
af útgefendum þeirra: Þjóffmcnjasafn Islands, leiðarvsir, eftir
forstöðumann safnsins, hr. Matthías Þórðarson, og Árbók liins ís-
lenska fornleifafélags 1914, með margvíslegu efni eftir þá Eirík
Briem, Björn Bjarnarson og Matth. Þóröarson. Báðar eru bæk-
urnar einkar fróðlegar og þökkum vér fyrir hönd bókasafnsins
hjartanlega fyrir sendinguna.
------o------
Fréttir frá Selkirk.
Vilborg Jónsdóttir, ekkja Björns heitins.Ólafssonar frá Kringlu
á Ásum t Húnavatnssýslu, bróður Margrétar konu Ólafs G. Xordals
í Selkirk, dó 39. Nóv síðastl. að heimili tengdasonar síns, Sigvalda
Nordals í Selkirk, á 90. Aldursári. Húti var vel kristin kona. Elsk-
aði Guðs orð og kirkju sína.
8. Jan. síðastl. lézt að heimili Ingólfs Magnússonar í Selkirk
Guðni Árnason frá Arnarstapa í Mýrarsýslu, á 75. ári. Hafði lengst
af haldið til hjá Ingólfi síðan hann.kom frá íslandi. Skýr rnaður
og góður
22. s.m. varð bráðkvaddur Sigurður Ólafsson, ættaður úr
Hraunshreppi i Mýrarsýslu, um 74 ára. Fluttist hingað til lands fyr-
ir 25 árum. Var lengst af í Árnesbygö í Nýja Islandi. Kont til
Selkirk fyrir tæpum 3 árum. Eindreginn með kirkjufélaginu, en
rnjög ákveðinn á móti nýfræða-menskunni Ekkja á nýræðisaldri lif-
ir hann. Og hafa þau Mr. og Mrs. Guðm. Erlindsson skotið skjóls-
húsi yfir hana.
9. Marz dó hér hjá börnum sínum þremur ekkjan Þóra Einars-
dóttir, áttræð; ættuð af Tjörnesi í Norður Þingeyjarsýslu, ekkja Jó-
hannesar Einarssonar, sem dó hér fyrir tæpum 2 árum. Átti í móð-
urætt kyn að rekja til Guðrúnar, systur Skúla landfógeta Magnús-
sonar. Mesta myudarkona og einlæglega trúúð.
Fermt var hér í ísl. lút. söfnuðinum 2. sd. e. páska við hádegis-
guðsþjónustu. Voru ungmennin 15, sem fermd voru, 4 drengir og
11 stúlkur. Við kvöldguðsþjónustuna voru 93 til altaris.
X. S. Th.
------o—-----
Embœitismenn í söfnuðunum í Saskatchewan eru þessir:—
í Immanúels-söfn. að Wynyard—Djáknar: Mrs. S. Johnson og
Mrs. S. Sölvason; fulltrúar: Steingrímur Johnson Jfors.J, H. Hjör-