Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 15
47 þeirra nianna, sem tekiö hafa til máls—og harín er alls ekki dautt og úrelt trúar-atriöi, eins og þau hjónaleysin, Únítarismus og Ný- guðfræöi, láta í veðri vaka. Maður í Winnipeg leggur orð í belg á þessa leið: “Ljóðin, sem mér þykir vænst um, þau eru: “Alt eins og blómstrið eina”, “Á hendur fel þú honum,” “Ó Guð vors lands,” “Eg íell í auðmýkt—Þetta eru perlurnar mínar, í röð settar eftir á- hrifum. Svo má nefna Passíusálmana; helzt 30. og 48. — Auðvitað tek eg Davíðs sálma fram yfir þetta alt—suma, en ekki alla.” Vænt þætti mér um það, ef eg fengi frá þessum manni dálitla lýsing af einhverri perlunni, sem hann nefnir hér. Slíkt erindi veit eg að verða myndi há-uppbyggilegt. Þá set eg hér kafla úr bréfi frá manni i Saskatchewan: “Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig; þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. “Það myndi þykja hrósunarv'ert, ef einhver auðmaður fengi öllum fátækum, sem hann þekti, lykilinn að fjárhirzlu sinni og segði þeirn, að taka svo mikið, sem þeir vildu, úr henni. En ef þeir þekt- ist ekki það boð, myndu þeir kallaðir heimskingjar. Guð almáttug- ur, skapari hirnins og jarðar, hann, sem býr í því ljósi, sem enginn fær til komist, hann hefir fengið okkur syndugum mönnum og ó- verðugum, lykilinn, sem skáldið talar um, til að opna með sitt miskunnar-hjarta. Hann býður okkur að tala við sig, eins og barn talar við móður sína, og biðja öruggir um allar gjafir vorar, einkum þær andlegu. Um andlegu gjafirnar get eg sagt fyrir reynslu mína, að þó mér hafi stundum fundist, sem hann hafi ekki bænheyrt mig, þá hefir bænheyrslan ætíð komið, þegar hans stund hefir verið kom- in; því það er honum inndælt, að hann sé beðinn óaflátanlega.” Urn bænheyrslu geta sjálfsagt fleiri kristnir landar vorir sagt mikið af eigin reynslu. Bréfum um það efni verður tekið þakk- samlega. Hér fylgir kafli úr bréfi frá manni í Nýja Islandi: “Gott þykir mér að Sameiningin flytur nú bréfkafla frá hinum og þessurn um eitthvað úr kristilegri lífsreynslu fólks og um það, sem einum og öðrum þykir fegurst og bezt í íslenzkum sálmum eða ljóðum kristilegs efnis. Fyrir mitt leyti finst mér mikill munur á því, hve vel einn eða annar sálmurinn—eða versið—nærir kristilegt trúarlíf og hressir hugann. Jafnvel sjálfir Passíusálmarnir eru ekki allir jafn-ágætir, þótt allir séu þeir auðvitað góðir. “Eitt með allra inndælustu versunum í þvi sálmasafni, finst mér 14. versið í 48. sálminum: “Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta má,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.