Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 32
64
að tala við hann, en ekki fundið hann þar. Menn höfðu verið
sendir til þess að leita hans í nágrenninu, en komið aftur sv'o búnir.
Nágrannar og vinir höfðu komið með afmælisgjafir handa honum,
og þeir höfðu líka farið að leita.
Þegar drengurinn kom inn í húsið, faðmaði faðir hans hann að
sér, frá sér numinn af fögnuði. Hann var látinn segja frá því,
sem fyrir hann hafði komið um daginn, og var auðfundið. að föður
hans fanst mikið til um framkomu hans.
Seinna um kvöldið kom Matsumo. “Þetta er hugprúður dreng-
ur, sem þú átt, vinur”, sagði hann. “Hann hefir komið í veg íyrir
það, að eg yrði rændur aleigu minni. Ræningjarnir höfðu gjört ráð
fyrir því að allir yrðu úti í kvöld' að horfa á flugeldana og þá hefði
þeim verið hægðarleikur að koma fram áformi sínu. En þá kom
sonur þinn og sagði mér frá því, sem til stóð, svo að við gátum
setið fyrir þeim og handtekið þá, og nú eru þeir í v'arðhaldi. Eög-
reglumennirnir segja að þeir tilheyri þjófafélagi, sem þeir hafa
mánuðum saman verið að reyna að handsama. Sannarlega býr her-
mánns-andi í syni þínum”.
Faðir Taro sans var hreykinn af syni sínum. Þegar iMatsumo
var farinn, sagði hann: “Varst þú ekki hræddur, þegar þú varst
einn á ferðinni ?”
“Jú, það var eg, faðir minn”, svaraði drengurinn, “þangað til
eg hugsaði um fiskana sem synda á móti straumnum, og —”; það
kom hik á hann.
“Og hvað ?” spurði faðir hans.
“Og eg bað til Guðs Dr. Campbells, sem er alstaðar og hjálpar
mönnum til að vinna erfið verk”.
Drengurinn var hálf hræddur um að faðir sinn myndi reiðast
sér; en hann svaraði engu og enginn reiðisvipur var á honum.
Daginn eftir var . mikið talað um afreksverk Taro sans, og
keisaranum var sagt frá því. Um kvöldið kom sendimaður heim til
Taro sans og færði honum lítið sverð að gjöf frá keisaranum.
En vænst af öllu þótti þó Taro san um það, að daginn eítir
sagði faðir hans honum að hann mætti halda áfram að sækja trú-
boðsskólann. Þar hélt hann áfram að læra um hinn mikla Guð,
sem hjálpar mönnum til að vinna erfið verk, og þar var honum kent
að verða stríðsmaður Jesú Krists og beita bezta sverðinu, — “sverði
andans, sem er Guðs orð”.
"BJARMI", kristilegt heimiiisblaS. kemr út í Reykjavlk tvisvar &
mánuði. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér I álfu 75 ct. árgangT-
inn. Fæst I bókabúS H. S. Bardals I Winnipeg.
„NÝTT KIRKJUBIiAÐ", hálfsmánaSarrit fyrir kristindðm og kristi-
lega menning, 18 arkir á ári, kemr út I Reykjavík undir ritstjórn hr.
pórhails Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér I álfu 75 ct. Fæst I bóka-
verzlan hr. H. S. Bardals hér t Winnipeg.