Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 29
61 á sögunni. Hann þreyttist aklrei á því aö heyra frá því sagt hvers vegna fiskurinn heföi veriö gerður aö merki drengjanna í Japan. ‘M>ér er þaö kunnugt, sonur minn,” sagSi faðir hans, ‘‘að þjóð- in okkar er mesta og hraustasta þjóö í heimi. Viö erum börn guð- anna, og synir okkar eiga aö vera hraustir og hugprúðir eins og feður ])eirra voru. Hefir þú nokkurn tima séð fisk-torfu synda nið- ur á og niður fossa? Það er hægðarleikur að gjöra það. Það geta allir fiskar, því straumurinn ber þá áfram án þess þeir þurfi sjálfir neitt fyrir því að hafa. En aö synda á móti straumnum er annaö mál. Það er aðeins til ein tegund fiska, sem getur farið upp foss, og það er karfinn. Þó að fossinn fleygi honum aftur hvað eftir annað, þá gefst hann ekki upp, heldur stekkur æ hærra og hærra, þangað til honum tekst aö kornast alla leiö upp fossinn. Svo synd- ir hann af alefli, til þess aö straumurinn þungi beri hann ekki niö- ur aftur, og hættir ekki fyr en hann er kominn þangað, sem hann ætllar sér, i hylinn straumlausa ofar í ánni. Fiskarnir, sem allstaðar eru dregnir á stöng i dag um alt landið, eru eftirmynd karfans. Við festum þá upp til þess að synir okkar horfi á þá og læri af þeim hreysti og hugrekki. Lofum sonum ann- ara þjóöa aö berast með straumnúm; en synir guðanna, sem eiga heima í Japan, eiga að læra að verða hugprúðir og sterkir, — aö ganga á hólm við erfiðleika og sigra þá.” Drengurinn hlustaði hugfanginn. Faöir hans Iagði handlegg- inn utan um hann og sagði við hann: “Taro san, í dag er afmælið þitt, því hefi eg ekki gleymt; hérna hefi eg afmælisgjöf handa þér”. Hann tók upp lítið sverð og fékk honum þaö. Taro san horfði frá sér numinn á sverðið. Það var alveg eins í laginu og stóra sverðið sem faðir hans átti, setn hann hafði oft virt fyrir sér, en aldrei fengið að snerta. Þá sagði faðir hans: “Forfeður þínir hafa allir verið hermenn. í ætt okkar hefir ekki verið neinn lmgleysingi. Með sverðinit mínu, sem hangir inni í húsi, réð afi þinn sjálfum sér bana til þess að sýna keisara vorum hollustu sína. Eg vona að þú verðir einhvern tíma nógu mikill maður til þess að bera það. Þangað til sá tími kernur, skalt ])ú eiga þetta litla sverð.” Drengurinn hneigði sig fyrir föður sínum með mikilli Iotningu. Honurn ])ótti mikið varið x gjöfina og hann stakk sverðinu í mittis- linda sinn. Faðir hans þagöi stundarkorn; svo sagði hann: “Á morgun hættir þú að sækja litla skólann útlendinganna, og ferð í stóra ríkis- skólann”. Drengurinn rak upp hljóð. Faðir hans varð svipþungur. Það hafðí þá farið eins og hann hafði óttast; útlendingarnir höfðu hænt drenginn að sér. En þeir voru ekki líklegir til þess að gjöra hann að hermanni; þvi kennarinn hafði v'erið aö innræta honum ])að, að ef drengur berði hann, þá ætti hann ekki að berja hana aftur; rnyndu ekki slíkar kenningar gjöra hann að ragmenni?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.