Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 18
50
viljið, og það mun yður veitast/ (]óh. 15, 7). ‘Þann, sem til mín
kemur, mun eg alls ekki burt reka.’ (Jóh. 6, 37J.
‘‘Það sem Guð segir, það er satt. Jesús er búinn að borga alt
fyrir löngu, og Guð Drottinn er búinn að gleyma því, að þú hafir
verið syndari. Þetta er það sem Guð segir. Er hann ekki sann-
orður? Kristur dó til að fyrirgefa og frelsa, og segir æfinlega: ‘I
dag skaltu vera með mér í Paradís.’ Það eru hvorki kostir vorir
né ókostir, sem frelsa. ‘Sá, sem þyrstur er, hann komi. Hver. sem
vill, hann taki ókeypis lífsvatnið.” fOpb. 22, 17J. Hvenær? Núna,
þessa mínútuna. Hví ekki að trúa?
“Að vera lærisveinn Krists, er að hafa hann fyrir kennara, að
fylgja honum og trúa honum fyrir öllu eins og ungt barn pabba sín-
um. 'E>á kemur andinn og sjónin og visdómurinn. Oft er hægt að
koma þessu betur fram i bænum þar sem margt fólk er saman kom-
ið v'el kristið í Guðs húsi. En auðvitað er Kristur fullnægjandi all-
staðar. Já, eg er svo glaður að Guð skyldi miskunna sig yfir niig,
sem auðvitað var stórsyndari. Að fá líf, sem aldrei endar, í Kristi,
og að fá það nú, það er nóg að gera hvern mann frá sér numinn —
mér liggur við að segja hamslausan — af gleði, því guð er fram úr
öllum orðum yndislegur; og sá, sem hefir soninn, hefir alt, alheim-
inn, elskuna, föðurhjartað sjálft. Dásemd Guðs í sköpunarverkinu
logar af dýrð; og ef forgarðurinn er svo dásamlegur, hvaða sjón
mun þá bíða þeirra, sem í trúnni ganga inn fyrir fortjaldið, beint
að krossi Jesú Krists, og offra honum hjarta sínu, veiku og sund-
urmörðu! — Mín trú er fólgin í þessum orðum Krists: ‘Eg er
dyrnar, ef einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða.' (Jóh.
10, 9J. Kristur á mig, og eg á eilíft líf. Guði sé lof! Jesús Kristur
komi til þín og fylli sál þína.”
Bréf þetta þarf engra meðmæla með af minni hendi. Trú höf-
undarins, barnsleg, örugg og eldheit, mun mæla með sér sjálf við
hvern þann, sem í hjartans einlægni þráir sannleikann. Það er sann-
arlega hressandi, “á þessari yfirstandandi vondu ötd”, öld efasemda
og afneitunar, að heyra af vörum manna jafn-ákveðnar játningar og
þær, sem birtar eru hér að ofan.
G. G.
Kftir séra Carl J.. Olson.
Þaö er æfinlega átakanlegt aö sjá fólk gráta. í>olaÖ getur
maður hita og kulda, hungur og þorsta, vonbrigði og peninga-skort,
jafnvel rógburð og lastyrði. En tár yfirbuga mann algjörlega.
Að sjá barn gráta er ekki mjög átakanlegt, vegna þess, að mað-
ur veit að sársaukinn hjá þvi á sér vanalega ekki mjög djúpar ræt-
ur. Stundum er það farið að brosa og jafnvel hlægja. áður en tárin
hafa verið þurkuð af litlu augunum. En að sjá hraustan og sterk-