Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 20
52
hinnar voðalegu styrjaldar, sem nú stendur yfir í heiminum? Mil-
jónir hinna efnijegustu manna þjóðanna berast daglega á banaspjót-
um. Hörmungarnar, sem þetta stríð hefir nú þegar leitt af sér, eru
svo miklar og margar, að enginn maður getur gjört sér þær í hug-
arlund og því síður er nolekur fær um að lýsa þeim. Mannkyns-
sagan hefir ekki af nokkru þvílíku að segja, þó að margir þættir
hennar séu daprir og dimmir. Getur gleðin verið óskert hjá nokkr-
um manni um þessar mundir?
Guðspjallið á 10. sunnudag eftir trínitatis, finst mér eiga sér-
staklega við þessa tíma — guðspjallið, sem sýnir oss Jesú grátandi
yfir borginni helgu. Eg vildi að eg gæti málað mynd af þeirn við-
burði. Eg vildi, að eg gæti skilið tárin, sem Guðs sonur feldi þann
dag! Þetta var hátíðisdagurinn hans — eini dagurinn sem hann
fékk almenna viðurkenningu. ‘‘Hósanna syni Davíðs! blessaður sé
sá, sem kemur í nafni Drottins. Hósanna í hæstum hæðum”, svo
v'ar hrópað af fjöldanum. Menn breiddu klæði sín á veginn í
virðingarskyni, og hjuggu lim af trjám og stráðu því á veginn. En
rnitt í allri þessari lofgerð og dýrð fór frelsarinn að gráta. Tár,
tár knúin fram af sársauka svo miklum og djúpum, að Guð einn
jgetur skilið hann, fyltu augu hans hin guðdómlegu en þó mannlegu.
Hann þoldi ekki að horfa á borgina í þetta sinn. Mannfjöldinn
mikli, sem umkringdi hann, horfði á hana með alt öðrum tilfinning-
um. Þeir litu á hana með aðdáun, þar sem hún blasti við þeim í
-allri sinni fegurð og dýrð. Þeir sáu múrveggi hennar háa og
trausta. Þ.eir sáu turnana, marga og tignarlega þeir sáu stórhýsin,
vegleg og fögur, þeir sáu musterið á Móría hæðinni í allri dýrð þess,
með gylta turna glitrandi í sólskininu. Og rétt hjá þeim var kon-
ungurinn, sem átti að gjöra þessa borg að höfuðborg heimsins —
'að annarri Róm, en samt miklu voldugri og meiri.
En hann sá alt annað en þeir. Hann sá sjötíu árum lengra
fram í tímann. Hann sá Títus koma með rómverska lierinn mikla
og eyðileggja borgina. Þrjár miljónir Gyðinga voru þá að halda
páskahátíðina innan múrveggja hennar. Maður hefir lesið lýsingar
af þeim miklu hörmungum, sem þetta aumingja-fólk v'arð að líða.
En enginn getur lýst þeim til fulls. Ekki dettur mér í hug, að reyna
■að gera það liér.
Yfir öllum þessum hörmungum og neyð feldi hinn blessaði
lausnari vor heit og heilög tár. En það, sem bakaði honum mestan
sársaukann, var samt ekki þetta, heldur skilningsleysi þjóðarinnar,
sem orsakaði þessa miklu eyðileggingu. Homnn hafði vcrið hafn-
að. Múgurinn, sem hrópaði nú svo hátt: “Hósanna. Sonur Da-
víðs,” hrópaði enn liærra: “krossfestu hann; krossfestu hann,”
nokkrum dögum seinna. bfóðin meðtók hann ekki. Sumir gátu
ekki skilið hann, sumir vildu ekki skilja hann. Og afleiðingin kom
árið 70.
En hann sá enn þá lengra fram í tímann. Hann sá alla mann-
kynssöguna, alla kirkjusöguna. Hann sá nítjándu öklina. Hann sá