Fréttablaðið - 07.04.2011, Side 12

Fréttablaðið - 07.04.2011, Side 12
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR12 FRÉTTASKÝRING: Álitamálin eru mörg 8. hluti Fólk hefur sjálfsagt tíu ástæður til að segja já eða nei við Icesave. Eða hundrað. Margvísleg rök á báða bóga hafa komið fram, alveg frá því að málið varð það vandræðamál sem það er. Helsta grundvallarspurningin er þessi: eigum við að borga? Nei, segja margir enda standi ekki til þess lagaleg rök. Hinir sömu telja að út af fyrir sig þurfi ekki að ræða málið frekar en geta engu að síður talið upp fjölda röksemda til að styðja mál sitt. Flestir þeirra sem segja já gera það ekki vegna þess að þeir meti lagaskylduna ljósa held- ur telja þeir það rétt í pólitísku og efnahags- legu tilliti. Samþykkt auðveldi og flýti endur- reisn samfélagsins. Andstæðingar samþykktar eru á hinn bóginn almennt þeirrar skoðunar að endurreisnin muni hafa sinn gang þótt Icesave verði fellt. Eignir og gengi Álitaefnin við samninginn eru að sönnu mörg og talsverð óvissa ríkir um ýmsar hliðar hans. Stóra spurningin er hversu hár reikningurinn verður á endanum. Til eru dæmi sem sýna að íslenska ríkið muni, þegar upp verður staðið, engan kostnað bera og önnur sem sýna himin- háan kostnað. Tvennt ræður: virði eigna þrotabús Lands- bankans og gengisþróun. Um hvort tveggja ríkir óvissa. Eignirnar eru þekktar og fyrir liggur mat skilanefndar bankans um hvað á endanum muni skila sér. Ekki er þó allt fast í hendi. Gengið er svo eins og veðrið, það er hægt að spá en ógjörningur að segja til um hvað end- anlega verður. Hagdeild ASÍ segir að þróist allt til verri vegar, heimtur úr búinu versni umtalsvert og gengið falli um 25 prósent geti kostnaður rík- issjóðs orðið rúmlega 200 milljarðar. Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor bendir á hinn bóginn á að raungengi krónunnar sé nú 20 til 30 prósentum fyrir neðan meðaltal síð- ustu áratuga. Dómstólaleiðin Verði Icesave-lögin felld í atkvæðagreiðsl- unni á laugardag blasir við að deilan fari fyrir dómstóla. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að hún telji að Íslendingum beri að ábyrgjast innstæður breskra og hollenskra sparifjáreigenda á Ice- save-reikningunum að því ríflega tuttugu þús- und evra lágmarki sem Evróputilskipun um innstæðutryggingar kveður á um. Fari málið fyrir dómstól EFTA og hann dæmir Íslendinga brotlega gagnvart EES- samningnum er ekki þar með sagt að okkur verði gert að greiða. Til að svo fari þurfa Bret- ar og Hollendingar að höfða sérstakt skaða- bótamál fyrir íslenskum dómstólum, og auð- vitað vinna það. Lánshæfi og pólitík Vafamálin eru fleiri. Lánshæfismat ríkissjóðs, möguleikar íslenskra fyrirtækja á lánafyrir- greiðslu í útlöndum og vilji útlendinga til að fjárfesta á Íslandi eru allt veigamiklir þættir í áróðri já-sinna. Þeir telja allt þetta breytast til batnaðar með samþykkt. Andstæðingarnir eru á öndverðum meiði. Þeir segja enga tryggingu fyrir þíðu í fjármála- heimum og þar með aukna fjárfestingu felast í samþykkt, þvert á móti þýði samningurinn auknar skuldir íslenska ríkisins sem kunni að virka neikvætt á umheiminn. Pólitísk samskipti eru einnig undir. Íslend- ingar hljóta ævarandi skömm á alþjóðavett- vangi ef ekki verður samið. Þeir standa ekki við orð sín og borga ekki skuldir sínar, segja fylgjendur. Á móti er sagt að ef samið verði hljóti Íslendingar ævarandi skömm á alþjóða- vettvangi. Þeir verða taldar undirlægjur. Ítarefni Af þessari stuttu samantekt má sjá að allt er þetta býsna snúið og sjálfsagt ekki einfalt mál fyrir alla að móta afstöðu til málsins. Umræðan hefur líka verið hörð með afbrigð- um og ekki alltaf hjálpleg. Í mörgum greinum og ræðum hefur fólk mátt moka sig í gegnum fúkyrðaflaum áður en það finnur sæmilega rökstudda skoðun eða gagnlegar upplýsing- ar. Á Vísi má finna fréttaskýringar Frétta- blaðsins um málið, á alþingi.is eru helstu gögn þingsins um málið, fjármálaráðu- neytið birtir efni á sínum vef og opin- bera kynningarefnið sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann er á kosning.is. Stofnað var til Icesave í október 2006. Frá 2008 hefur málið verið vandamál, fyrst í bréfum og á fundum sem ekki þoldu dagsljósið, síðan sem ein harðasta milliríkjadeila sem Ísland hefur átt í. Á laugardaginn ræðst framhaldið. Hlekkir eða líflína? Eitt og annað hefur sprottið úr Icesave-farveginum. Til dæmis: Lee C. Buchheit - Draumatengdasonur þjóðarinnar, þrátt fyrir aldur. Dómstólaleiðin - Hugtak sem nú leikur í munni leikskólabarna. Ragnars Hall-ákvæðið - Notað sem þung röksemd í málinu þótt aðeins örfáir skilji það. Svavars-samningarnir - Segjum ekki meir. Brussel-viðmiðin - Svipað og Ragnars Hall-ákvæðið. Helst Samfylkingar- fólk sem þykist skilja það. Lárus Blöndal - Vissi einhver hver hann var fyrir Icesave? Skuldir óreiðumanna - Davíð á þennan, skuldlausan. Þjóðaratkvæðagreiðsla - Við höfðum talað um hana lengi en ekkert gerðist fyrr en við Icesave. TIF - Ekki þyrla í flota Landhelgisgæslunnar heldur Tryggingarsjóður inn- stæðueigenda og fjárfesta. Mervyn King - Þeir flottustu segja bara Mervyn. 20.887 evrur - Töm fjárhæð í munni þjóðarinnar. Hugtök og heiti tengd Icesave Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Við teljum okkur örugga með að leggja mat slitastjórnarinnar á verðmæti þrotabúsins til grundvallar. JÓHANNES KARL SVEINSSON LÖGMAÐUR Í SAMNINGANEFND ÍSLANDS. Óbeini kostnaðurinn við að standa í svona málarekstri gagnvart viðskipta- og vina- þjóðum okkar skipti kannski ekki máli þegar um var að tefla hagsmuni upp á 500 milljarða króna, en hann skiptir máli þegar kostnaðurinn er 20 til 30 milljarðar. LÁRUS BLÖNDAL LÖGMAÐUR Í SAMNINGANEFND ÍSLANDS. Niðurstaða dómstóla getur verið með þrennum hætti. Við getum unnið málið. Við getum tapað málinu á þann hátt að við berum ábyrgð á því að fjármunir hefðu átt að vera til fyrir lágmarksgreiðslum innstæðutrygginga. Og í þriðja lagi getum við tapað því þannig að við höfum mismunað innstæðueigendum eftir því í hvaða útibúum þeir áttu peninga.“ LÁRUS BLÖNDAL LÖGMAÐUR Í SAMNINGANEFND ÍSLANDS. Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar. MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR FORMAÐUR SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU Ég held að gjaldeyrisáhættan sé minni háttar mál. Menn hafa eitthvað verið að stilla upp einangruðum dæmum, en þetta þyrfti að skoða inni í miklu stærra líkani … Núna eru líka miklu meiri líkindi á að gengið hækki en það lækki. Krónan er of lágt skráð. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON PRÓFESSOR Í HAGFRÆÐI. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesve-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. JÓN HELGI EGILSSON HAGFRÆÐINGUR Í ADVICE-HÓPNUM. Ef pundið fer í gengið sem var á móti evru árið 2007 eykst kostnaður samn- ingsins um sem nemur 150 milljörðum króna án þess að íslenska krónan þurfi nokkuð að breytast. SIGURGEIR JÓNSSON HAGFRÆÐINGUR HJÁ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKINU ARAM GLOBAL . Mér finnst að stjórnvöld, og þar með samninganefndin, hefði átt að láta gera svona mat fyrir löngu. GUNNAR BRAGI SVEINSSON ÞINGMAÐUR SEM VILL ÓHÁÐ MAT Á EIGNASAFNI LANDSBANKA ÍSLANDS. Við þurfum ekki að óttast dómstólaleiðina. SIGRÍÐUR ANDERSEN LÖGMAÐUR. Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir? … Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða …Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fisk- veiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp. TÓMAS INGI OLRICH FYRRVERANDI ÞINGMAÐUR, RÁÐHERRA OG SENDIHERRA. Tilvitnanirnar eru úr fréttaskýring- um Fréttablaðsins síðustu daga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.